Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti - Page 22

Rampage Einhver verður að bjarga heiminum! George er albínó-górilla í eigu dýrafræðingsins Davis Okoye sem jafnframt er hans besti vinur enda hefur myndast á milli þeirra einstakt vinasamband. En þegar George veikist af ein- hverjum ókunnum sjúkdómi sem veldur ofsavexti og miklum skapsveiflum byrja hlutirnir heldur betur að fara úr böndunum. Rampage sækir efnivið sinn í samnefnda tölvuleikjaseríu þar sem leikmenn stýrðu fólki sem hafði stökkbreyst í risadýr eins og gór- illuna George, úlfinn Ralph og Lizzie, sem er nokkurs konar blanda af risaeðlu og krókódíl, og mörg önnur, en þessi dýr þrömmuðu um allar grundir og brutu og brömluðu allt sem á vegi þeirra varð í leit að þeim sem báru ábyrgð á óförum þeirra. Myndin fylgir að vísu ekki þeim söguþræði nema að hluta til því hér á Dwayne Johnson sviðið í hlutverki Davis sem þarf að finna mótefni gegn ofsavexti dýranna áður en þau leggja allt í rúst. Búist við hreinræktuðu ævintýri og hasar þar sem húmorinn er aldrei langt undan! Rampage Ævintýri / Hasar / Húmor Dwayne Johnson leikur dýrafræðinginn Davis Okoye sem tekist hefur að mynda einstakt vinasamband við górilluna George og Naomie Harris leikur genafræðinginn Kate Caldwell sem gengur í lið með honum. 107 mín Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Jeffrey Dean Morgan, Naomie Harris, Malin Akerman, Will Yun Lee og Jack Quaid Leikstjórn: Brad Peyton Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 13. apríl Davis Okoye er vandi á höndum því um leið og hann þarf að berjast við stökkbreytt risadýr þarf hann að vernda vin sinn, górilluna George. Veistu svarið? Rampage er þriðja myndin sem þeir Dwayne Johnson og leikstjórinn Brad Peyton gera saman en sú fyrsta var Journey 2: The Mysterious Island sem var frumsýnd 2012. En hvað heitir önnur mynd þeirra sem var frumsýnd sumarið 2015? San Andreas 22 Myndir mánaðarins Punktar .................................................... Fyrsti Rampage-tölvuleikurinn kom út árið 1986 og fram til ársins 2006 voru fimm aðrir leikir gefnir út í seríunni, Rampage World Tour, Rampage Universal Tour, Rampage Through Time, Rampage Puzzle Attack og Rampage Total Destruction. Eins og þeir vita sem spiluðu þessa leiki var górillan George og fleiri dýr sem leikmenn spiluðu með í raun fólk sem hafði stökkbreyst af völdum tilrauna eða vegna einhvers konar eiturs sem illmennin á Scumlabs-rann- sóknarstofunni höfðu framleitt og byrlað þeim. Það má reikna með að í myndinni sé að finna margar skemmtilegar tilvísanir í leikina. l