Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti - Page 4

Myndir mánaðarins Flottar myndir í ágúst Eins og allir sjá sem skoða bíódagskrá mánaðarins hér fyrir neðan þá eru flottar myndir á dagskrá mánaðarins. Forsíðumyndirnar Atomic Blonde og The Dark Tower eru t.d. myndir sem allir verða að sjá og fyrir hrollvekjuunnendur þá er skylda að sjá Annabelle: Creation, en hún er sögð ein af albestu tryllum ársins. Grínhasarinn The Hitman’s Bodyguard er líka mynd sem á eftir að fá góða aðsókn og þeir sem vilja sjá æsilega eltingarleiki mega ekki missa af Kidnap. Síðan eru þarna gamanmyndirnar Fun Mom Dinner og Stóri dagurinn fyrir þá sem vilja sjá fyndnar myndir og Emoji-fjölskyldumyndin á áreiðan- lega eftir að verða vinsæl. Síðast en ekki síst hvetjum við sem flesta til að sjá Glerkastalann, sem byggð er á sannri sögu og hina sterku Shot Caller sem er áhrifarík í meira lagi. Athugið einnig að í blaðinu eru kynntar tvær myndir sem verða frumsýndar 28. júlí, þ.e. myndin The Bleeder sem er þrælgóð mynd og teiknimyndin Storkurinn Rikki. Ágústdagskrá bíóhúsanna: 2. ágúst 4. ágúst 9. ágúst 9. ágúst 16. ágúst 16. ágúst 16. ágúst 16. ágúst 23. ágúst 23. ágúst The Dark Tower Fun Mom Dinner Atomic Blonde Annabelle: Creation The Hitman’s Bodyguard Glerkastalinn Shot Caller Stóri dagurinn Emoji-myndin Kidnap Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 26 Bls. 28 Bls. 30 Bls. 32 Bls. 34 Bls. 35 Góða skemmtun! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá hattinn og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna lítinn hatt sem einhver hefur gleymt á einni síðunni hér bíó- megin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur litla hattinn og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem hatturinn er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. ágúst. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði. Vinningshafar í síðasta leik, finndu sílið: Gunnar Hákon Unnarsson, Víðigrund 37, 200 Kópavogi Ellen Erlingsdóttir, Múlasíðu 9 c, 603 Akureyri Helga Halldórsdóttir, Keilufelli 27, 111 Reykjavík Agnar Áskelsson, Heiðarbakka 1, 230 Keflavík Sara Ósk Jónsdóttir, Vestursíðu 34, íbúð 302, 603 Akureyri Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 283. tbl. ágúst 2017 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 22.000 eintök 4 Myndir mánaðarins