Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti - Page 28

Glerkastalinn Lífið er skóli Glerkastalinn (The Glass Castle) er byggð á æviminningum og samnefndri metsölubók Jeannette Walls sem kom út í Banda- ríkjunum árið 2005 og á Íslandi hjá JPV-útgáfunni árið 2008 í alveg sérlega góðri þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Jeannette Walls fæddist árið 1960 og ólst upp ásamt þremur systkinum í mikilli fátækt, óreiðu og afskiptaleysi. Faðir þeirra var drykkfelldur skýja- glópur sem hélst hvergi í vinnu og móðirin sagðist vera listakona þótt hún skapaði aldrei neitt af viti og virtist reyndar hvorki vita í þennan heim né annan löngum stundum. Fjölskyldan festi hvergi rætur, var stöðugt að flytja (flýja) og hvorki Jeannette né systkini hennar gengu í skóla á uppvaxtarárunum. Svo fór líka að þau lærðu fljótt að standa á eigin fótum og flúðu öll foreldra sína um leið og þau gátu, en foreldrana dagaði síðan uppi sem hústökufólk í New York. Glerkastalinn Brie Larson leikur Jeannette Walls eftir að hún hafði komið undir sig fótunum og byrjaði að skrifa æskuminningar sínar. Sannsöguleg Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun Aðalhlutverk: Brie Larson, Naomi Watts, Woody Harrelson, Sarah Snook, Max Greenf ield, Joe Pingue, Ella Anderson, Chandler Head, Sadie Sink og Iain Armitage Leikstjórn: Destin Daniel Cretton Bíó: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Punktar .................................................... Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lesið hafa bókina vita að þrátt fyrir að æska Walls-systkinanna hafi að mörgu leyti verið dapurleg vegna vanrækslu foreldranna er sagan um leið bæði fyndin og hlý því þrátt fyrir allt voru foreldrar þeirra ekki vont fólk þótt þau hafi aldrei getað gert neitt af neinu viti eða fyrirhyggju. Þau voru bara eins og þau voru og þótt ástandið á „heimilinu“ hafi oft og tíðum verið hörmulegt þá var í þessu öllu saman Jeannette Walls. bæði húmor og ást sem vonandi skilar sér í myndinni. l Frumsýnd 16. ágúst Woody Harrelson leikur hinn rótlausa Rex Walls, sem sagðist reyndar vera „athafnamaður“ þótt hann gerði aldrei neitt af viti. Það er Ella Anderson sem leikur Jeannette þegar hún var 12 ára. Veistu svarið? Brie Larson sem leikur aðalhlutverkið í Glerkastal- anum er frábær leikkona sem hlaut bæði Óskars-, Golden Globe- og BAFTA verðlaunin fyrir aðal- hlutverk í fyrra. Fyrir leik í hvaða mynd? Walls-fjölskyldan árið 1972 þegar Jeannette var tólf ára. Myndin hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en það kæmi okkur hér á Mynd- um mánaðarins ekki á óvart ef hún yrði ein af verðlaunamyndum ársins. Room. 28 Myndir mánaðarins