Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti - Page 20

Fun Mom Dinner Mömmur þurfa líka að fá frí Lauflétt og ærslafull mynd um fjórar mömmur sem þekkjast mismikið innbyrðis en ákveða að skella sér saman eitt kvöldið út á lífið með mjög fyndnum afleiðingum. Þær Melanie, Jamie, Emily og Kate eru fjórar konur sem eiga það sameiginlegt að búa í sama smábænum, eiga allar börn á svipuðum aldri sem sækja sama skólann og glíma við vandamál tengd feðrum þeirra, hver á sinn hátt. Þess utan þekkjast þær lítið innbyrðis. Þrátt fyrir það kemur sú staða upp að þær ákveða að taka sér frí frá barna- og heimilis- stússinu og skella sér saman út að borða eitt kvöldið. Eftir góðan kvöldverð þar sem ýmis mál eru rædd leiðir eitt af öðru og þær ákveða að skella sér saman á bar í nágrenninu. Þar verða þær hífaðar af fleiru en áfengi, komast hressilega í samband við sínar innri konur og í gang fer skondin atburðarás sem á sennilega aldrei eftir að líða þeim úr minni ... Fun Mom Dinner Gamanmynd 90 mín Aðalhlutverk: Katie Aselton, Toni Collette, Adam Levine, Bridget Everett, Molly Shannon og Hart Denton Leikstjórn: Alethea Jones Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík Frumsýnd 4. ágúst Mömmurnar fjórar, Melanie (Bridget Everett), Jamie (Molly Shannon), Emily (Katie Aselton) og Kate (Toni Collette), ákveða að taka sér frí frá heimilisstúss- inu eitt kvöld og fara saman út á lífið. Sú skemmtun fer öðruvísi en þær ætluðu. Comic Con 2017 í San Diego Hin árlega Comic Con-kvikmyndaráðstefna sem haldin er í San Diego í Kaliforníu er sennilega ein vinsælasta kvikmyndahátíð í heimi í dag. Þangað mæta kvikmyndaunnendur tugþúsundum saman til að skemmta sér og öðrum og kynna sér allt það nýjasta og um leið verður vart þverfótað fyrir öllum helstu bandarísku kvik- myndastjörnunum sem mæta til að kynna nýjustu myndir sínar, sýna úr þeim og skemmta sér í leiðinni. Þessar þrjár myndir sem við erum með hér eru frá hátíðinni sem haldin var í júlí og eins og sést eru þetta annars vegar aðalleikararnir úr nýju Justice League-myndinni og þrír aðalleikararnir úr Thor: Ragnarök og hins vegar þau Channing Tatum og Halle Berry sem hafa vafalaust verið að kynna nýju Kingsman-myndina sem þau leika bæði í. Hermt er að fyrir kvik- myndaunnendur jafnist fátt á við að fara á þessa hátíð og vonandi eiga margir Íslendingar eftir að láta þann draum rætast sem fyrst. 20 Myndir mánaðarins