Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti - Page 14

Bíófréttir – Væntanlegt Annað væntanlegt í september Enski leikstjórinn Matthew Vaughn hefur átt alveg sérlega góðu gengi að fagna í kvikmyndabransanum og varla slegið feilpúst síðan hann byrjaði að framleiða myndir árið 1996. Eftir að hafa m.a. framleitt Guy Ritchie-myndirnar og smellina Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch leikstýrði hann sinni fyrstu mynd, Layer Cake, árið 2004. Sú mynd þótti og þykir enn frábær glæpa- saga. Næsta mynd var ósvipuð að öllu leyti, fantasían Stardust sem gerði það gott árið 2007 og mörgum fannst ein af betri myndum þess árs. Henni fylgdi Matthew svo eftir með hinni frumlegu Kick-Ass árið 2010 og leikstýrði svo X-Men: First Class árið 2011. Segja má að næsta mynd hans, Kingsman: The Secret Service, hafi svo fest hann í sessi sem einhvern besta leikstjóra heims, en Matthew hefur líka skrifað handrit allra sinna mynda til þessa nema Layer Cake. Fyrir utan þær sex myndir sem við höfum skrifað um hér að framan og verða frumsýndar í september eru fimm aðrar myndir á dagskrá mánaðarins. Hér er stutt yfirlit yfir þær en allar þessar myndir verða auðvitað kynntar betur í næsta blaði sem kemur út í lok ágúst. Fyrsta skal nefna Tom Cruise-myndina American Made en hana kynntum við reyndar í síðasta blaði enda stóð þá til að hún yrði frumsýnd í ágúst. Hún var hins vegar færð yfir í september af ástæðum sem okkur eru ekki kunnar og er frumsýning hennar núna áætluð strax í byrjun mánaðarins, eða 1. september. Önnur er myndin Renegades eftir Steven Quale sem sendi síðast frá sér stórslysamyndina Into the Storm árið 2014. Renegades, sem er skrifuð af þeim Luc Besson og Richard Wenk (The Equalizer, Jack Reacher: Never Go Back, The Magnificent Seven) segir frá bandarískri hersveit sem uppgötvar árið 1995, í miðri styrjöldinni í löndum fyrrverandi Júgóslavíu, að á botni stöðuvatns í Bosníu liggja að öllum líkindum gullstangir sem metnar eru á meira en 300 milljónir dollara. Og eins og gefur að skilja ákveður sveitin að ná í þær. Norska myndin Kongens nei þykir frábær mynd í alla staði og vonandi eiga margir Íslendingar eftir að sjá hana í bíó Taron Eggerton, Colin Firth og Pedro Pascal stilla sér hér upp fyrir ljósmyndarann en með önnur helstu hlutverk í Kingsman: The Golden Circle fara þau Channing Tatum, Halle Berry, Julianne Moore, Jeff Bridges, Mark Strong, Sophie Cookson og Poppy Delevingne auk þess sem þeir Vinnie Jones og sjálfur Elton John koma við sögu í ótilgreindum hlutverkum. Í september verður svo nýjasta mynd Matthews, Kingsman: The Golden Circle, frumsýnd en eftir henni hafa margir beðið með óþreyju, enda var fyrri myndin um kóngsmennina knáu frábær skemmtun. Í þetta sinn standa þeir Gary, Harry (sem snýr aftur þrátt fyrir að hafa dáið í fyrri myndinni) og Merlin nánast ráðalausir eftir að höfuðstöðvum þeirra í London er hreinlega eytt af yfirborði jarðar. Sem betur fer komast þeir að því að til eru leynisamtök í Bandaríkjunum, St