Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 Bíóhluti - Page 4

Myndir mánaðarins Þéttur bíópakki í september Þótt myndirnar sem við kynnum að þessu sinni séu ekki nema níu talsins gætir þar margra grasa eins og svo oft áður. Margir bíða spenntir eftir forsíðumyndinni Lof mér að falla eftir Baldvin Z en þeir sem séð hafa þá mynd segja hana ekkert minna en einhverja þá bestu og áhrifaríkustu sem þeir hafi upplifað. Hrollvekjuunn- endur fá sinn skammt í The Nun og spennu- og hasarmyndirnar eru tvær, The Predator og Peppermint, sem báðar lofa mjög góðu. Grín- og ævintýramyndin The House with a Clock in Its Walls gæti líka gert það mjög gott, svo og fléttumyndin og ráðgátan A Simple Favor sem verður frumsýnd 28. september, sama dag og nýjasta mynd hins skemmtilega grínista Kevins Hart. Og ekki gleymast yngstu áhorfendurnir frekar en áður. Hér er dagskrá mánaðarins: 7. sept. 7. sept. 14. sept. 21. sept. 21. sept. 21. sept. 28. sept. 28. sept. 28. sept. Lof mér að falla The Nun The Predator The House with a Clock in Its Walls Peppermint Mæja býfluga: Bíómyndin A Simple Favor Smáfótur Night School Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 23 Bls. 24 Bls. 25 Bls. 26 Eins og alltaf hvetjum við lesendur til að kíkja einnig á BluRay, DVD- og VOD-útgáfuna sem finna má hinum megin í blaðinu auk kynningar á fimm nýjum tölvuleikjum. - Góða skemmtun! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá hjartað og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulítið hjarta sem einhver týndi inni á einni síðunni hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þetta: Ef þú finnur hjartað og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem hjartað er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. september. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði sem kemur út í lok september. Vinningshafar í síðasta leik, finndu tjaldið: Björg Elín Finnsdóttir, Þórsgötu 20, 101 Reykjavík Daði Helgason, Laugalind 10, 201 Kópavogi Agnes Sigurðardóttir, Jörfagrund 25, 116 Kjalarnesi Aron Loki Becerra Evuson, Bræðraborgarstíg 34, 101 Reykjavík Aron Ingi Sævarsson, Þorláksgeisla 50, 113 Reykjavík Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 296. tbl. september 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 28. SEPTEMBER