Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 Bíóhluti - Page 24

A Simple Favor Hvað kom fyrir Emily? Stephanie er videóbloggari í smábæ í Connecticut sem fjallar í bloggi sínu um ýmislegt sem við kemur mömmum, uppeldi og heimilishaldi. Þegar einn af íbúum bæjarins, hin fagra en dularfulla Emily, sem Stephanie hafði kynnst nokkrum vikum fyrr, hverfur sporlaust, ákveður hún að rannsaka málið sjálf. A Simple Favor er byggð á samnefndri bók eftir rithöfundinn Darcey Bell sem kom út í ársbyrjun 2017 og vakti strax það mikla athygli að kvik- myndarétturinn að henni seldist eins og skot. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hér er um afar snjalla fléttu að ræða þar sem ekkert er eins og það sýnist í fyrstu og endar sagan á vægast sagt óvæntan hátt. Af þeim sökum er engum greiði gerður með því að fara nánar út í atburðarásina enda er langskemmtilegast að sjá svona fléttu- myndir án þess að vita of mikið og leyfa frekar framvindunni að koma sér algerlega á óvart. Það gerir sagan í bókinni heldur betur og verður gaman að sjá hvernig kvikmyndun hennar hefur til tekist. A Simple Favor Sakamálamynd / Ráðgáta 117 mín Aðalhlutverk: Blake Lively, Anna Kendrick, Henry Golding, Rupert Friend, Ian Ho, Joshua Satine, Eric Johnson, Jean Smart og Linda Cardellini Leikstjórn: Paul Feig Bíó: Háskólabíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 28. september Anna Kendrick leikur vídeóbloggarann Stephanie, en hún og nýjasta vinkona hennar, Emily, sem Blake Lively leikur, eru gerólíkar, bæði að upplagi og í öllum háttum. Þegar Emily hverfur sporlaust eftir að hafa hringt og beðið Stephanie að gera sér greiða hefst alveg mögnuð flétta. Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar, Paul Feig, skiptir hér um gír en hann er þekktastur fyrir gamanmyndir sínar á undanförnum árum, t.d. Bridesmaids, The Heat, Spy og Ghostbusters: Answer the Call. l Höfundur handritsins er Jessica Sharzer, en hún var m.a. einn af framleiðendum og handritshöfundum hinna vinsælu sjónvarps- þátta American Horror Story sem gerðu það gott frá 2012 til 2015. l Líf vídeóbloggarans Stephanie umturnast þegar Emily hverfur, enda ákveður hún að komast til botns í málinu upp á eigin spýtur. Veistu svarið? Blake Lively hefur sýnt að hún er ákaflega fjölhæf leikkona, en allar götur frá því að hún og Ryan Reynolds giftust hefur samt fjölskyldan og barna- uppeldið átt hug hennar nánast allan. En í hvaða mynd sló hún upphaflega í gegn árið 2005? The Sisterhood of the Travelling Pants. 24 Myndir mánaðarins Eiginmaður Emily, Sean, er leikinn af Henry Golding.