Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 Bíóhluti - Page 20

The House with a Clock in Its Walls Handan við tímann Þegar hinn ungi munaðarleysingi Lewis Barnavelt kemur til dvalar hjá föðurbróður sínum, Jonathan, kemst hann fljótlega að því að Jonathan er ekki bara alveg rammgöldróttur heldur búa í húsi hans hatursfull og ill öfl sem eru frá öðrum heimi. The House with a Clock in Its Walls er byggð á sam- nefndri unglingabók bandaríska rithöfundarins Johns Bellairs sem kom út árið 1973 og innihélt teikningar eftir Edward Gorey. Bókin naut mikilla vinsælda og gat um leið af sér heila bókaseríu um aðalpersónuna, Lewis Barnavelt, og ævintýri hans. Í þessari fyrstu sögu um Lewis uppgötvar hann ekki bara að föðurbróðir hans er seiðkarl heldur byrjar hann líka að læra ýmsa galdra sjálfur með hjálp frænda síns og nágranna þeirra, nornarinnar góðu, Zimmer- man. Um leið kemst hann að því að fyrrverandi eigendur hússins, galdrahyskið Isaac og Selena Izard, höfðu falið dularfulla klukku ei