Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 Bíóhluti - Page 14

Lof mér að falla Byggt á sannri sögu Lof mér að falla er nýjasta mynd leikstjórans Baldvins Z sem skrifaði einnig handritið ásamt Birgi Erni Steinarssyni, en þeir skrifuðu saman handritið að myndinni Vonarstræti, sem Bald- vin leikstýrði og hlaut árið 2015 tólf verðlaun á Edduverðlauna- hátíðinni. Þá mynd sáu tæplega 50 þúsund manns í bíó hér á landi og hver veit nema Lof mér að falla muni gera enn betur! Þesssi áhrifaríka mynd er byggð á sönnum atburðum og segir frá hinni fimmtán ára gömlu Magneu sem hrífst mjög af hispurslausu lífi nýrrar vinkonu sinnar, hinnar átján ára gömlu Stellu, og leyfir henni að leiða sig inn í heim eiturlyfja. Sú vegferð hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar og tólf árum síðar, þegar leiðir þeirra liggja saman á ný, kemur til óumflýjanlegs uppgjörs á milli þeirra. Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir leika þær Magneu og Stellu þegar þær hittast fyrst, fimmtán og átján ára gamlar, og Stella kynnir Magneu fyrir heimi eiturlyfjanna. Punktar .................................................... Lof mér að falla Drama 136 mín Aðalhlutverk: Eyrún Björk Jakobsdóttir, Elín Sif Halldórsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Atli Óskar Fjalarsson Leikstjórn: Baldvin Z Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 7. september Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í kynningunni gerði Baldvin Z hina vinsælu og margverðlaunuðu mynd Vonarstræti sem var frumsýnd í ágúst 2014. Á milli þeirrar myndar og Lof mér að falla sendi hann svo frá sér stórmerkilega heimildarmynd. Hvað heitir hún? Reynir Sterki. 14 Myndir mánaðarins Fyrir utan þá Baldvin Z og Birgi Örn Steinarsson eru aðstandendur Lof mér að falla að stórum hluta sama fólkið og kom að gerð Vonar- strætis, þ. á m. kvikmyndatökustjórinn Jóhann Máni Jóhannsson, Ólafur Arnalds sem semur tónlistina og þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp sem framleiddu ásamt Jukka Helle og Markus Selin. l Lof mér að falla var valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fer fram 6. til 16. september og verður gaman að sjá hvaða árangri hún nær þar, en myndin nefnist Let Me Fall á ensku. l Nokkrar stiklur hafa verið gerðar úr Lof mér að falla og er óhætt að segja að þær séu áhrifamiklar einar og sér. Stiklurnar má m.a. sjá á YouTube og er lengstu útgáfuna einnig að finna á www.tiff.net þar sem lesa má nánar um myndina, leikarana og söguþráðinn. l