Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 Bíóhluti - Page 13

Væntanlegt í október Nýjasta mynd leikstjórans Damiens Chazelle, sem gerði Whiplash og La La Land, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 29. ágúst, aðeins nokkrum klukkustundum áður en þetta blað fór í prentun. Fyrstu dómar um hana birtust þó nánast strax og er óhætt að segja að þeir hafi verið góðir. Myndin, sem heitir First Man, fjallar um fyrsta manninn sem sté fæti á tunglið, Neil Armstrong, og þá ekki síður aðdragandann að þeirri mögnuðu tunglferð með geimfarinu Apollo 11 árið 1969. Það er Ryan Gosling sem leikur Neil, en myndin er m.a. framleidd af Steven Spielberg sem hefur alveg áreiðanlega gefið Damien góð ráð enda segir orðrómurinn að í myndinni sé áhorfendum boðið í geimferð sem á engan sinn líka í kvikmyndasögunni. Kíkið endilega á stiklurnar úr henni. Ein af myndum októbermánaðar sem beðið er eftir af spenningi er Bad Times at El Royale en hún er eftir leikstjórann og handrits- höfundinn Drew Goddard. Myndin gerist á afskekktu hóteli sem heitir El Royale en hermt er að það sæki fyrirmyndina í hótelið Cal Neva Resort and Casino sem Frank Sinatra átti á sínum tíma. Myndin segir frá sjö gerólíkum persónum sem hafa safnast saman á El Royale og hafa allar eitthvað að fela. Á einni nóttu mun allt þetta fólk fá eitt tækifæri í viðbót til að bæta fyrir misgjörðir sínar – áður en allt fer til andskotans. First Man verður frumsýnd 12. október og e