Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 Bíóhluti - Page 12

Væntanlegt í október Þeir sem héldu að hinn eitursnjalli útsendari bresku leyniþjón- ustunnar, Johnny English, hefði sungið sitt síðasta höfðu rangt fyrir sér því hann snýr aftur í bíó í byrjun október til að bjarga heiminum frá glötun eins og hann hefur gert áður. Að vísu var hann sestur í helgan stein en þegar stórhættuleg glæpasamtök komast yfir nöfn allra njósnara MI5 kemur auðvitað ekkert annað til greina en að kalla í Johnny því þótt hann eigi það vissulega til að beita óhefðbundnum aðferðum við að snúa á andstæðinga sína nær hann alltaf toppárangri. Það verður ekki frá honum tekið. 12 Það bíður sjálfsagt margt kvikmyndaáhugafólk spennt eftir næstu Marvel-mynd, Venom, en fyrir utan að vera svokallaða „spin-off“ frá sögunum um Spider-Man er hún jafnframt fyrsta myndin í nýjum ofurhetjuheimi Marvel sem gerður er í samvinnu við Sony. Johnny English Strikes Again kemur í bíó 5. október og á örugglega eftir að njóta mikilla vinsælda, rétt eins og fyrri myndirnar tvær sem frumsýndar voru 2003 og 2011, enda fær fólk seint leiða á húmor Rowans Atkinson sem eins og áður fer létt með að láta fólk hlæja með látbragðinu einu saman, ekki síst sem Johnny English. Um er að ræða upprunasögu, en við kynnumst hér blaðamannin- um Eddie Brock sem Tom Hardy leikur, en Eddie má muna sinn fífil fegurri og er að reyna að ná sér á strik á nýjan leik. Þegar hann kemst á snoðir um leynilega og stórhættulega tilraunastarfsemi náunga að nafni Carlton Drake (Riz Ahmed) leiðir rannsókn hans til óvæntari niðurstöðu en hann hefði nokkurn tíma getað gert sér í hugarlund þegar dularfullt lífefni tekur sér bólfestu í honum og gefur honum alveg magnaða ofurkrafta, ólíka öllum öðrum. Venom kemur í bíó 12. október og með önnur stór hlutverk í henni fara m.a. Michelle Williams, Woody Harrelson og Jenny Slate. Rowan Atkinson í hlutverki breska leyniþjónustumannsins Johnnys English sem er ekki fisjað saman þegar leysa þarf erfið öryggismál. Tom Hardy leikur blaðamanninn Eddie Brock sem í kjölfar rannsókn- ar á dularfullum tilraunum breytist í hinn gríðaröfluga Venom. Myndir mánaðarins