Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 Bíóhluti - Page 26

Bad Times at the El Royale Sjö einstaklingar – sjö leyndarmál Sjö gerólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna, hittast á El Royale-hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg fortíðin svífur yfir vötnum. Á einum sólarhring fær allt þetta fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til andskotans. Bad Times at the El Royale hefur um nokkurra mánaða skeið verið ein áhugaverðasta mynd haustsins vegna þess hversu mikil leynd hefur ríkt yfir innihaldi hennar. Við vitum jú að sagan gerist á ein- um sólarhring og segir frá sjö ólíkum einstaklingum sem hittast á El Royale-hótelinu, en það stendur þannig á ríkjamörkum Nevada og Kaliforníu að helmingur herbergjanna er Nevada-megin en hinn helmingurinn Kaliforníu-megin. Gestir geta sem sagt valið í hvoru ríkinu þeir gista. Við vitum líka að þessir sjö einstaklingar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og að til uppgjörs kemur. Hins vegar vitum við ekki hvers konar uppgjör það er né hvort það sé innbyrð- is uppgjör sögupersónanna eða gagnvart einhverjum öðrum. En þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar myndin verður frumsýnd ... Bad Times at the El Royale Spenna / Ráðgáta / Fléttur Þrír af gestunum sjö sem gera málin upp á El Royale eru þau Laramie, Daniel og Darlene sem Jon Hamm, Jeff Bridges og Cynthia Erivo leika. 140 mín Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Jon Hamm, Dakota Johnson, Jeff Bridges, Nick Offerman, Cynthia Erivo, Katharine Isabelle, Lewis Pullman og Alvina August Leikstjórn: Drew Goddard Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 19. október Punktar .................................................... Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Drew Goddard sem hefur það m.a. á afrekaskránni að hafa skrifað handrit mynd- anna The Martian, Cloverfield og World War Z auk handrits myndar- innar The Cabin in the Woods sem hann leikstýrði einnig. l Hermt er að Chris Hemsworth hafi losað sig við 12–15 kíló af vöðva- massanum sem hann safnaði fyrir hlutverk Þórs í Avengers-myndinni Infinity Wars til að geta leikið Billy Lee í Bad Times at the El Royale. l Dakota Johnson leikur Emily Summerspring í Bad Times at the El Royale. Veistu svarið? Þetta er í annað sinn sem Chris Hemsworth og Drew Goddard vinna saman en Chris lék eitt aðal- hlutverkið í fyrstu mynd hans, The Cabin in the Woods árið 2012. Hvaða þekkti Avengers-leikstjóri var meðhöfundur handritsins að þeirri mynd? Chris Hemsworth leikur Billy Lee sem eins og aðrir gestir á El Royale-hótelinu er ekki allur þar sem hann er séður. Joss Whedon. 26 Myndir mánaðarins