Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 Bíóhluti - Page 13

Væntanlegt í nóvember Eftir að kvikmyndaveislu októbermánaðar lýkur tekur nóvember- veislan við þar sem kvikmyndaáhugafólki verður boðið upp á fjöl- breytt úrval nýrra mynda. Við rennum hér yfir sex af þeim þrettán myndum sem eru á dagskránni í nóvember og byrjum á einni sem margir bíða spenntir eftir, Bohemian Rhapsody eftir Bryan Singer. Hún segir frá bresku hljómsveitinni Queen, allt frá stofnun hennar til þess tíma sem hún var búin að skapa sér nafn sem ein besta og vinsælasta hljómsveit heims og er sjónum að miklu leyti beint að söngvara hennar og andliti út á við, hinum hæfileikaríka Freddy Mercury sem lést eins og kunnugt er langt um aldur fram í nóvember árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Með hlutverk hans fer Rami Malek en í hlutverkum þeirra Johns Deacon, Rogers Taylor og Brians May eru þeir Joseph Mazzello, Ben Hardy og Gwilym Lee. Rami Malek leikur Freddy Mercury í Bohemian Rhapsody og segir orðrómurinn að hann standi sig afburðavel í hlutverkinu. Lisbeth Salander snýr aftur í bíó í nóvember þegar nýjasta myndin um hana og blaðamanninn Mikael Blomkvist verður frumsýnd. Myndin er gerð eftir fjórðu bókinni um þau en hún kom út 2015 og er eftir David Lagercrantz sem var fenginn til að halda áfram með sögurnar um þessar persónur sem Stieg Larsson skapaði áður en hann féll frá árið 2005. Sagan í þessari mynd gerist nokkrum árum eftir atburðina í Loftkastalinn sem hrundi og þau Lisbeth og Mikael hafa ekki talast við í langan tíma. Að því kemur þó auðvitað að leiðir þeirra liggja saman á ný við rannsókn dularfulls morðs. Með hlutverk Lisbeth í þetta sinn fer enska leikkonan Claire Foy og í hlutverki Mikaels er nú Sverrir Guðnason sem síðast túlkaði Björn Borg snilldarlega í myndinni Borg McEnroe. Um leikstjórnina sá hins vegar Fede Alvarez sem sendi síðast frá sér tryllinn Don’t Breathe. Það er Claire Foy sem leikur Lisbeth Salander að þessu sinni og í hlutverki Mikaels Blomkvist er Íslendingurinn Sverrir Guðnason. Myndir mánaðarins 13