Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó - Page 4

Myndir mánaðarins Allir í bíó í október! Það má segja að kvikmyndaveislan í október sé römmuð inn af þeim tveimur stórmyndum sem prýða forsíður blaðsins að þessu sinni, annars vegar af Blade Runner 2049 sem verður frumsýnd í byrjun mánaðarins, 6. október, og hins vegar nýju myndinni um þrumuguðinn Þór, Ragnarök, sem verður frumsýnd í lok hans, 27. október. Með þeim og inn á milli eru svo margar aðrar áhuga- verðar myndir á dagskrá sem eins og venjulega koma úr öllum áttum, allt frá því að vera fjölskyldumyndir og upp í trylla sem eru bannaðir innan 16 ára. Þetta þýðir auðvitað að allir munu finna sér bíóskemmtun við hæfi en hér er heildardagskráin: Októberdagskrá bíóhúsanna: 6. okt. 6. okt. 9. okt. 13. okt. 13. okt. 13. okt. 20. okt. 20. okt. 20. okt. 20. okt. 27. okt. 27. okt. 27. okt. Blade Runner 2049 My Little Pony: Bíómyndin Vetrarbræður The Snowman Sumarbörn Borg vs. McEnroe Happy Death Day Hneturánið 2 Unlocked Geostorm The Foreigner Rökkur Thor: Ragnarök Bls. 16 Bls. 18 Bls. 19 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 23 Bls. 24 Bls. 26 Bls. 27 Bls. 28 Bls. 29 Bls. 30 Bls. 32 Sjáumst í bíó! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá þyrluna og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna litla þyrlu sem flaug inn á eina síðuna hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur þyrluna og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem þyrlan er. Mundu að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 20. október. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum eftir það og verða nöfn vinnings- hafanna síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði. Vinningshafar í síðasta leik, finndu kisuna: Guðmundur Freyr Kristjánsson, Efstasundi 73, 104 Reykjavík Erla Sigurðardóttir, Bústaðavegi 51,108 Reykjavík Sveinn Logi Pálsson, Klukkuvöllum 42, 221 Hafnarfirði Íris Margrétardóttir, Austurvegi 6, 240 Grindavík Björgvin Theodór Hilmarsson, Baldursgarði 11, 230 Keflavík Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 285. tbl. október 2017 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 22.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 6. OKTÓBER