Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó - Page 28

Geostorm Ofsaveður í aðsigi Geostorm gerist í náinni framtíð þegar menn hafa smíðað risa- stórt net gervihnatta og geta með þeim stjórnað veðrinu. Þegar kerfið bilar kemur það í hlut nokkurra geimfara undir forystu Jakes Lawson að finna orsökina og gera við kerfið. En Jake kemst fljótlega að því að „bilunin“ er engin bilun heldur upphafið að mannskæðustu hryðjuverkaárás allra tíma. Geostorm er eftir Dean Devlin sem hér gerir sína fyrstu mynd sem leikstjóri en hann er mun þekktari sem framleiðandi og handrits- höfundur og gerði sem slíkur t.d. Independence Day-, Stargate- og Universal Soldier-myndirnar. Handritið að Geostorm er líka eftir Dean og hann er að sjálfsögðu einnig aðalframleiðandi hennar. Eftir að breytingar í veðurfari ollu sífellt alvarlegri náttúruhamförum í formi kröftugra storma og flóða ákváðu þjóðir heims að byggja upp net gervihnatta sem gætu eytt hættulegum veðurmyndunum áður en þær verða mannskæðar. Til að byrja með verkar kerfið eins og draumur en þegar endurteknar bilanir fara að gera vart við sig með alvarlegum afleiðingum er loftslagsfræðingurinn Jake Lawson fenginn til að kanna málið. Þegar rannsókn hans leiðir í ljós að bilanirnar eru í raun af mannavöldum hefst æsilegt kapphlaup við tímann því þá sem bera ábyrgð á hamförunum verður að finna og stöðva áður en það er orðið of seint fyrir mannkynið ... Geostorm Spenna / Hasar / Vísindaskáldsaga 109 mín Aðalhlutverk: Gerard Butler, Talitha Eliana Bateman, Abbie Cornish, Ed Harris, Andy Garcia, Jim Sturgess, Eugenio Derbez og Mare Winningham Leikstjórn: Dean Devlin Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Bíóhöllin Akranesi, Ísafjarðarbíó, Skjaldborgarbíó, Króksbíó, Selfossbíó og Eyjabíó Frumsýnd 20. október Gerard Butler leikur loftslagsfræðinginn Jake Lawson í Geostorm. Punktar .................................................... Við gerð myndarinnar var leitað til Geimferðastofnunar Banda- ríkjanna, NASA, og fékkst leyfi til að mynda nokkur atriðanna í húsakynnum NASA í New Orleans. l Segja má að með sögunni í myndinni hafi Dean Devlin leitað í smiðju langtímasamstarfsmanns síns, Rolands Emmerich, en fyrsta myndin sem hann gerði árið 1984, Das Arche Noah Prinzip, fjallaði einmitt um geimstöðvar sem voru misnotaðar til að hefja stríð. l Hryðjuverkin valda ekki einungis gríðarlegum flóðbylgjum og ... Veistu svarið? Gerard Butler fagnar þrjátíu ára kvikmyndaferli um þessar mundir en hann lék í sinni fyrstu mynd, Mrs. Brown, árið 1997 í leikstjórn Johns Madden. Síðan þá hefur hann leikið í fjölmörgum myndum, þ. á m. aðal- hlutverkið í einni bestu mynd Guys Ritchie. Hvaða? ... stormum heldur einnig fimbulkulda og stórhættulegu hagléli. RocknRolla. 28 Myndir mánaðarins