Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó - Page 19

Vetrarbræður Hlýjan í kuldanum Vetrarbræður, fyrsta bíómynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar sem samdi einnig söguna og handritið, lofar ákaflega góðu ef miðað er við þær frábæru viðtökur og umsagnir sem hún hefur þegar fengið. Það er full ástæða til að hvetja alla kvik- myndaunnendur til að láta þessa mynd ekki fram hjá sér fara. Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð einhvers stað- ar í Danmörku þar sem við kynnumst bræðrunum Johani og Emil. Þegar heimabrugg þess síðarnefnda leiðir til þess að einn af verkamönnunum veikist hastarlega leiðir það til harkalegra deilna og útskúfunar sem Emil á erfitt með að höndla, enda ekki á bætandi í þessu einangraða samfélagi sem bauð ekki upp á mikinn kærleik eða umhyggju fyrir. Um leið reynir á samstöðu bræðranna, en þegar Johan virðist á góðri leið með að vinna ástir draumastúlku Emils hefst atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir ... Þess má geta að undirtitill myndarinnar á ensku er „A Lack of Love Story“ enda segir Hlynur sjálfur að sagan sé um „skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður“. Vetrarbræður er sögð allt í senn, dökk, djörf, fyndin og köld ... en hlý í miðjunni. Vetrarbræður Drama 100 mín Aðalhlutverk: Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Victoria Carmen Sonne, Michael Brostrup, Anders Hove, Lars Mikkelsen og Stefan Mølholt Leikstjórn: Hlynur Pálmason Bíó: Háskólabíó og Bíó Paradís Frumsýnd 9. október Simon Sears og Elliott Crosset Hove leika bræðurna Johan og Emil. Punktar .................................................... Myndin verður opnunarmynd RIFF – Reykjavík International Film Festival í ár en fer svo í almennar sýningar 9. október. l Vetrarbræður hefur fengið frábærar viðtökur á þeim kvikmynda- hátíðum sem hún hefur þegar verið sýnd á, t.d. Locarno-hátíðinni þar sem hún hlaut fern verðlaun og var tilnefnd sem besta myndin. Myndin er samt bara rétt að hefja för sína um kvikmyndahátíðir heimsins og má reikna með að sú för verði ánægjuleg í alla staði. l Þeir erlendu gagnrýnendur sem hafa séð myndina hafa lokið á hana miklu lofsorði og sagt hana afar áhrifamikla og eftirminnilega, svo og almennir áhorfendur eins og sjá má t.d. á Imdb.com. l Vetrarbræður gerist á ónefndum stað utan alfaraleiðar í Danmörku þar sem lífið snýst um lítið annað en daglega rútínu verkamanna. Veistu svarið? Hlynur Pálmason lagði stund á kvikmyndagerð í Dan- mörku, en útskriftarmynd hans, sem er með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, vakti mikla athygli og var m.a. tilnefnd til dönsku Robert-kvikmyndaverðlaun- anna sem besta stuttmynd ársins. Hvað heitir hún? Málarinn (En Maler). Myndir mánaðarins 19