Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir - Page 4

Myndir mánaðarins Ellefti mánuðurinn Nóvember er runninn upp og eins og venjulega kennir margra grasa í bíódagskrá kvikmyndahúsanna eins og sjá má þegar rennt er yfir listann hér fyrir neðan og blaðinu er flett áfram. Spennu-, grín-, ævintýra- og teiknimyndir eru á dagskránni auk hinnar hrollköldu myndar Overlord, sannsögulegu myndarinnar Bohemian Rhapsody sem fjallar um hljómsveitina Queen og Freddie Mercury og Rocky-myndarinnar Creed II. Sennilega bíða samt hlutfallslega flestir eftir ævintýramyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald, þar sem Newt Scamander og félagar halda áfram að berjast við illar vættir af öllum gerðum ... Nóvemberdagskrá bíóhúsanna: 2. nóv. 2. nóv. 9. nóv. 9. nóv. 9. nóv. 16. nóv. 23. nóv. 30. nóv. 30. nóv. 30. nóv. Bohemian Rhapsody The Nutcracker and the Four Realms Overlord The Girl in the Spider’s Web Bls. 18 Bls. 20 Bls. 21 Bls. 22 Grinch Fantastic Beasts: The Crimes of ... Widows Creed 2 The Old Man and the Gun Ralf rústar Internetinu Bls. 24 Bls. 26 Bls. 28 Bls. 29 Bls. 30 Bls. 31 Eins og alltaf hvetjum við lesendur til að kíkja einnig á BluRay, DVD- og VOD-útgáfuna sem finna má hinum megin í blaðinu auk kynningar á nokkrum nýjum tölvuleikjum. - Góða skemmtun! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá loftbelginn og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna lítinn loftbelg sem flaug inn á eina síðuna hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur loftbelginn og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem loftbelgurinn er. Mundu að hafa fullt heimilisfang með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 23. nóvember. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum eftir það og verða nöfn vinnings- hafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði. Vinningshafar í síðasta leik, finndu broskallinn: Sigurbjörg Linda Reynisdóttir, Furugrund 46, 200 Kópavogi Margrét Hlín, Bugðulæk 13, 105 Reykjavík Kjartan Davíðsson, Laxatungu 15, 270 Mosfellsbæ Hólmfríður Sylvía Traustadóttir, Þrastarhöfða 21, 270 M.fellsbæ Pétur Ágúst Berthelsen, Fagurhól 3, 245 Sandgerði Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 298. tbl. nóvember 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 9. NÓVEMBER