Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir - Page 31

Ralf rústar Internetinu Ferðalag sem á engan sinn líka! Sex ár eru liðin frá því að við hittum síðast hinn viðkunnanlega Ralf sem nú lendir í nýjum ævintýrum ásamt vinkonu sinni, Vannellópu sykursætu, þegar bilun í leiktækjasalnum þar sem þau vinna verður til þess að þau fara í ferðalag á Internetinu! Ralf rústar Internetinu, nýjasta myndin frá Disney, þykir stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Fyrir utan ævintýrin sem þau Ralf og Vannellópa sykursæta lenda í á ferðalaginu hitta þau fjölmarga merka karaktera og líka persónur úr öðrum þekktum ævintýrum eins og Mjallhvíti, Fríðu, Öskubusku, Þyrnirós, Elsu, Jasmín, Múlan, Pocahontas, Aríel, Groot, C3PO, Bósa ljósár, Eyrnaslapa og fleiri. Myndin er talsett á íslensku af landsliði íslenskra leikara og verður einnig sýnd á ensku þar sem þau John C. Reilly, Sarah Silverman, Gal Gadot, Kristen Bell, Mandy Moore, Alan Tudyk, Idina Menzel, Alfred Molina og margir fleiri ljá persónunum raddir sínar. En hvort sem fólk kýs að sjá íslensku eða ensku útgáfuna er óhætt að lofa því að Ralf rústar Internetinu er afar fyndin og fjörug skemmtun fyrir alla. Ralf rústar Internetinu Teiknimynd Íslensk talsetning: Hjálmar Hjálmarsson, Vigdís Pálsdóttir, Íris Tanja Flygenring, Salka Sól Eyfeld, Ævar Þór Benediktsson, Bergur Ingólfsson, Selma Björnsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Þórhallur Sigurðsson og fleiri Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 30. nóvember Myndir mánaðarins 31