Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir - Page 28

Widows Vörn í sókn Þrjár konur sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið ekkjur þegar eiginmenn þeirra voru drepnir við ránstilraun sjá sína sæng uppreidda þegar glæpaforinginn Jamal Manning krefur þær um milljónir dollara sem hann segir að eiginmenn þeirra hafi skuldað sér. En í stað þess að leggja árar í bát og verða við kröfum Jamals ákveða konurnar að snúa vörn í sókn með að- stoð fjórðu konunnar sem einnig skuldar Jamal fúlgur fjár. Widows er fjórða bíómynd hins virta leikstjóra og handritshöfundar Steves McQueen sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir mynd sína 12 Years a Slave árið 2014 eftir að hafa gert hinar rómuðu og marg- verðlaunuðu myndir Hunger (2008) og Shame (2011). Í þetta sinn sækir hann efniviðinn í samnefnda sex-þátta sjónvarpsmynd frá árinu 1983 og hefur eins og áður fengið í lið með sér stóran hóp gæðaleikara sem sagðir eru fara allir sem einn á kostum. Þetta er mynd sem enginn kvikmyndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Widows Spennudrama / Hasar Konurnar fjórar sem ákveða að taka málin í sínar hendur þegar eiginmenn þeirra skilja þær eftir stórskuldugar eru leiknar af þeim Elizabeth Debicki, Violu Davis, Michelle Rodriguez og Cynthiu Erivo. 129 mín Aðalhlutverk: Viola Davis, Michelle Rodriguez, Elizabeth Debicki, Liam Neeson, Colin Farrell, Robert Duvall, Cynthia Erivo, Brian Tyree Henry og Daniel Kaluuya Leikstjórn: Steve McQueen Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Kringlunni og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 23. nóvember Punktar .................................................... HHHHH - Telegraph HHHHH - Time Out HHHHH - CineVue HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - The Hollywood Reporter HHHH 1/2 - Vanity Fair HHH 1/2 - Guardian HHH 1/2 - The Playlist HHH 1/2 - Variety Widows var sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum í október og hefur verið hlaðin lofi þeirra gagnrýnenda sem séð hafa. Hún er þegar þetta er skrifað með 8,8 í einkunn á Metacritic, 8,6 á Rotten Tomatoes og 7,1 frá tæplega 700 notendum Imdb.com og spá margir henni jafnvel nokkrum tilnefningum til Óskarsverðlauna. l Colin Farrell leikur stjórnmálamanninn Jack Mulligan í Widows. Veistu svarið? Eins og kemur fram í kynningunni hér á síðunni á leikstjórinn Steve McQueen þrjár bíómyndir að baki, en þær eiga það líka sameiginlegt að hafa allar skartað sama fræga leikaranum í einu af aðalhlutverkunum. Hver er það? Þeir Daniel Kaluuya og Brian Tyree Henry leika glæpamennina Jatemme og Jamal sem ætla sér að innheimta skuld kvennanna. Michael Fassbender. 28 Myndir mánaðarins