Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir - Page 26

Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Örlög eins eru örlög allra Þegar galdramaðurinn og ógnvaldurinn Gellert Grindelwald sleppur úr haldi og byrjar að safna liði til að geta komið valda- sjúkum áformum sínum í framkvæmd fær Albus Dumbledore Newt Scamander til að fara í málið ásamt vinum sínum því fyrirætlanir Gellerts verður að stöðva – hvað sem það kostar. Það bíða sjálfsagt margir eftir að sjá þessa aðra mynd úr Fantastic Beast-myndaflokknum, en hann er eins og flestir vita höfundarverk rithöfundarins J. K. Rowling sem samdi Harry Potter-bækurnar. Þessi nýja mynd gerist nokkrum árum eftir atburði fyrstu myndar- innar sem var frumsýnd fyrir tveimur árum og við hittum á ný allar helstu persónur hennar auk margra nýrra, bæði bandamenn Alb- usar og Newts Scamander svo og þá sem fylgja Gellert Grindelwald að málum, en hann ætlar sér ekki bara yfirráð yfir veröld galdranna heldur einnig yfir veröld manna. Línur eru dregnar á milli þessara fylkinga en það er ekki fyrr en valdabaráttan hefst fyrir alvöru sem í ljós kemur hverjum er hægt að treysta og hverjum ekki ... Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Ævintýri / Galdrar Katherine Waterston og Eddie Redmayne leika á ný þau Tinu Gold- stein og Newt Scamander sem nú þurfa að taka á öllu sem þau eiga. 134 mín Aðalhlutverk: Eddie Redmayne, Katherine Waterston, Dan Fogler, Johnny Depp, Jude Law, Alison Sudol, Ezra Miller, Zoë Kravitz og Callum Turner Leikstjórn: David Yates Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 16. nóvember Punktar .................................................... Eins og margir vita eigum við Íslendingar dálítið í þessari mynd því þeir Ólafur Darri Ólafsson og Ingvar Eggert Sigurðsson leika í henni persónur sem heita Skender og Grimmson. Við hér á Myndum mánaðarins vitum lítið meira um þessar persónur eða hvaða áhrif þær hafa á söguna og bíðum eins og aðrir spennt eftir að uppgötva það. Þess má geta að Ingvar sést í einni stiklunni en ekki Ólafur. l Eins og í fyrstu myndinni er það David Yates sem leikstýrir en hann leikstýrði einnig Harry Potter-myndunum Order of the Phoenix, The Half-Blood Prince og Deathly Hallows 1 og 2. David mun einnig leik- stýra næstu þremur Fantastic Beast-myndunum sem áætlað er að frumsýna á tveggja ára fresti héðan í frá, þ.e. 2020, 2022 og 2024. l Johnny Depp í hlutverki sínu sem ógnvaldurinn Gellert Grindelwald. Veistu svarið? Hinn mikli galdramaður Albus Dumbledore er hér leikinn af Jude Law og er sennilega eina persónan sem enn hefur sést í Fantastic Beast-myndunum sem var líka ein af aðalpersónunum í Harry Potter- myndunum. Hvaða tveir leikarar léku hann í þeim? Richard Harris og Michael Gambon. 26 Myndir mánaðarins Jude Law leikur Albus Dumbledore, læriföður Newts Scamander.