Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 Bíóhluti - Page 4

Myndir mánaðarins Fantagóður febrúar Eins og svo oft áður verður boðið upp á margar góðar og áhuga- verðar myndir í kvikmyndahúsum landsins á næstunni, þ. á m. forsíðumyndirnar tvær, glænýja Legó-mynd annars vegar og hins vegar myndina um bardagaengilinn Alitu sem margir hlakka eflaust til að sjá. Tvær alíslenskar myndir eru á dagskránni, Tryggð og Vesalings elskendur auk Arctic, sem einnig er að stóru leyti íslensk, margfalda verðlaunamyndin Vice, spennumyndirnar Cold Pursuit og Serenity, hin áhrifaríka The Wife og gamanmyndin Fighting with My Family. Auk þess má finna í blaðinu yfirlit yfir myndirnar sem prýða frönsku kvikmyndahátíðina að þessu sinni. FLORENCE LENA NICK PUGH HEADEY FROST JACK VINCE DWAYNE LOWDEN VAUGHN JOHNSON Febrúardagskrá bíóhúsanna: 1. feb. 1. feb. 6. feb. 8. feb. 8. feb. 8. feb. 14. feb. 14. feb. 15. feb. 22. feb. 22. feb. Tryggð Vice Franska kvikmyndahátíðin Arctic The Lego Movie 2: The Second Part Cold Pursuit Alita: Battle Angel Vesalings elskendur The Wife Fighting with My Family Serenity Bls. 14 Bls. 16 Bls. 17 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 21 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 25 Bls. 26 Bls. 27 Kíkið svo einnig á DVD- og VOD-útgáfuna sem sjá má hinum megin í blaðinu, en þar má finna margar áhugaverðar gæðamyndir auk þess sem við kynnum tvo nýja og spennandi tölvuleiki. Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá blöðruna og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna litla blöðru sem einhver hefur gleymt á einni síðunni bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur blöðruna og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem blaðran er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. febrúar. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölu- blaði blaðsins sem kemur út í lok febrúar. Vinningshafar í síðasta leik, finndu flöskuna: Rögnvaldur Hallgrímsson, Hamraborg 16, 200 Kópavogi Steinunn Steinþórsdóttir, Víðiteig 8d, 270 Mosfellsbæ Hannes Sveinsson, Funahöfða 17, 110 Reykjavík Dóra Kristjánsdóttir, Baugakór 19, 203 Kópavogi Dýrleif N. Guðmundsdóttir, Strokkhólsvegi 4, 801 Selfossi Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 301. tbl. febrúar 2019 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 22. FEBRÚAR