Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 Bíóhluti - Page 25

The Wife Lestu á milli línanna Þegar rithöfundinum Joseph Castleman er tilkynnt að hann hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum taka alvarlegir brestir í hjónabandi hans og eiginkonunnar Joan að koma upp á yfirborðið, ekki bara vegna ótryggðar hans heldur einnig vegna þess að hann hefur aldrei skrifað eina einustu bók. The Wife er gerð af sænska leikstjóranum Birni Runge eftir handriti þrefalda Emmy-verðlaunahafans Jane Anderson sem byggði það á samnefndri bók Meg Wolitzer. Þetta er áhrifarík saga sem spannar líf Castleman-hjónanna Josephs og Joan allt frá því að þau hittust fyrst þegar hann var kennari í kvennaskóla sem hún var nemandi í. Joan, sem sjálf var þá efnilegur rithöfundur, hreifst af ákefð hans í kennslunni og ástríðunni fyrir bók- menntum og svo fór að þau fóru að draga sig saman þrátt fyrir að Joe væri kvæntur. Við segjum ekki meira um söguþráðinn hér annað en að um leið og við kynnumst forsögunni betur fylgjum við þeim Joe og Joan til Stokkhólms þar sem hans er vænst til að taka við verðlaununum. Þar á síðan eftir að koma til óumflýjanlegs uppgjörs með mjög óvæntum endi. The Wife Drama 100 mín Aðalhlutverk: Glenn Close, Jonathan Pryce, Max Irons, Christian Slater og Elizabeth McGovern Leikstjórn: Björn Runge Bíó: Sambíóin Kringlunni, Akureyri og Keflavík Frumsýnd 15. febrúar Chris Pratt er eins og venjulega hlaðinn verk- efnum og verður væntanlega á fullu í febrúar við að kynna nýju Lego-myndina, enda talar hann þar fyrir tvær af aðalpersónunum. Myndin var tekin í Hollywood 25. janúar. The Wife þykir afar vel gerð og sláandi, ekki síst vegna frábærs leiks Glenn Close enda hlaut hún Golden Globe-verðlaun- in á dögunum fyrir hann og er nú einnig tilnefnd til bæði BAFTA- og Óskars- verðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. Þetta er mynd sem skilur mikið eftir sig og allt áhugafólk um kvikmyndir ætti hiklaust að fara og sjá í bíó. Anne Hathaway verður áreiðanlega líka á fullu í febrúar við að kynna sína nýjustu mynd, Serenity, þar sem hún leikur aðalkvenhlutverkið á móti Matthew McConaughey. Hún skartaði þessum flotta kjól á frumsýningunni í New York. Glenn Close og Jonathan Pryce leika Castleman-hjónin Joan og Joe sem hafa notið velgengni í lífinu ... eða það halda a.m.k. allir sem þekkja ekki til. Glen Close heldur hér kraftmikla þakkarræðu sína eftir að hafa hlotið Golden Globe-verð- launin fyrir leik sinn í myndinni The Wife. Hún er nú einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna og ætti þau verðlaun líka sannarlega skilið. Myndir mánaðarins 25