Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 Bíóhluti - Page 24

Vesalings elskendur Saga af bræðrum Valentínusarmynd ársins 2019 er rómantíska gamanmyndin Vesalings elskendur sem verður frumsýnd 14. febrúar. Segja má að myndin sé ákaflega skemmtilegt innlit í líf tveggja bræðra, Óskars og Magga, sem langar báða til að finna þá einu réttu en bera sig misjafnlega að við að láta drauminn rætast. Fyrir utan að þeir Óskar og Maggi eru tiltölulega rólegir í tíðinni eiga þeir það sameiginlegt að hafa ekki átt auðvelt með að láta sambönd sín við hitt kynið ganga upp. Hins vegar eru þeir gjörólíkir að því leyti að á meðan Maggi hoppar úr einu sambandinu í annað, alltaf í þeirri vissu að í þetta sinn hafi hann hitt hina einu réttu, forðast Óskar að bera tilfinningar sínar á borð og er því mun óreyndari en bróðir hans í þessum efnum. Inn í söguna og um leið inn í málefni bræðranna blandast síðan ýmsar persónur sem tengjast þeim vinar- eða fjölskylduböndum og að sjálfsögðu nokkrar konur, þ. á m. dýralæknirinn Anna sem Óskar hefur lengi verið hrifinn af ... Vesalings elskendur Gamanmynd / Rómantík Jóel Sæmundsson og Björn Thors leika bræðurna Magga og Óskar sem þrátt fyrir að vera bæði góðir vinir og samrýndir hafa mjög ólíka sýn á ýmsa hluti, ekki síst hvað varðandi ástamál og samskipti við konur. 105 mín Aðalhlutverk: Björn Thors, Jóel Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Sigurður Karlsson og Þóra Karítas Árnadóttir Leikstjórn: Maximilian Hult Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri og Selfossbíó Frumsýnd 14. febrúar Atburðarásin, og um leið ástalíf Óskars, tekur nýja stefnu þegar dýra- læknirinn Anna sem Óskar hefur verið ástfanginn af í laumi í mörg ár skilur við eiginmann sinn. Anna er leikin af Söru Dögg Ásgeirsdóttur. 24 Myndir mánaðarins Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Svíinn Maximilian Hult sem átti að baki fjölda stutt- og heimildarmynda, tónlistar- myndbönd og auglýsingar þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bíómynd, Hemma, árið 2013. Sú mynd hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga, þ. á m. tilnefningu til sænsku kvikmyndaverð- launanna og tvær tilnefningar til íslensku Edduverðlauna enda var hún eins og Vesalings elskendur gerð í samvinnu við íslenska aðila. l Edda Björgvinsdóttir leikur stjúpmóður bræðranna, Guðrúnu, sem lætur fátt raska ró sinni. Sigurður Karlsson leikur föður bræðranna.