Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 Bíóhluti - Page 17

Frönsk kvikmyndahátíð Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í 19. sinn dagana 6. til 17. febrúar á vegum Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðsins á Íslandi, í samstarfi við Institut français. Boðið verður upp á 15 myndir að þessu sinni sem sýndar verða í Háskólabíói, á Ísafirði og á Egilsstöðum. Þar af býður Kanadíska sendiráðið upp á eina mynd og þrjár myndir verða sýndar ókeypis í Veröld – húsi Vigdísar í samstarfi við frönskudeild Háskóla Íslands. Allar nánari upplýsingar má finna á www.af.is. Að synda eða sökkva og Lýðurinn og konungur hans Tvær af aðalmyndum hátíðarinnar að þessu sinni og einu myndirnar sem sýndar verða með íslenskum texta eru annars vegar gamanmyndin Að synda eða sökkva og hins vegar sögulega myndin Lýðurinn og konungur hans. Að synda eða sökkva er einstaklega skemmtileg og launfyndin gamanmynd eftir Gilles Lellouche um átta karla á ýmsum aldri sem hafa hver um sig brennt margar brýr að baki sér. Þeir fá aftur trú bæði á lífið og mátt sinn og megin þegar þeir byrja að æfa samhæft sund undir handleiðslu tveggja fyrrum afrekskvenna í íþróttinni. Að synda eða sökkva var gamanmynd ársins í Frakklandi 2018 þar sem meira en fjórar milljónir sáu hana í bíó og gagnrýnendur kepptust við að lofa hana í hástert. Lýðurinn og konungur hans eftir Pierre Schoeller er sögulegt skáldverk sem gerist í Frönsku byltingunni á árunum 1789–1793. Örlög almúgakarla og kvenna og sögufrægra persóna eins og t.d. Robespierres, Marats, Desmoulins og Dantons fléttast saman í að- dragandanum en þungamiðja sögunnar eru afdrif kon- ungsins, Lúðvíks 16., og stofnun lýðveldisins. Frábær mynd um eina merkustu samfélagsbyltingu sögunnar. Gamanmynd – Íslenskur texti – 122 mínútur Sögulegt – Íslenskur texti – 121 mínúta Með forsjá fer … Kvölin Swagger Dómari í forsjármáli telur traðkað á rétti föður og dæmir foreldrunum sameigin- legt forræði yfir Julien. Hann er á milli steins og sleggju og ætlar af öllum mætti að varna því að allt fari á versta veg. Þessi fyrsta mynd Xaviers Legrands í fullri lengd hlaut verðlaun sem besta frum- raunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Drama/spenna - Enskur texti - 93 mínútur Kvikmyndin Kvölin eftir Emmanuel Finkiel hefur hlotið frábæra dóma en hún sækir efniviðinn í sjálfsævisögu rithöfundarins Marguerite Duras og gerist í París í júní 1944 þegar eiginmaður hennar, Robert Antelme, var handtekinn og fluttur úr landi og við tóku dagar óvissu og óttans um að hún myndi ekki hitta hann aftur. Drama - Enskur texti - 126 mínútur Heimildarmynd eftir Olivier Babinet um ellefu börn og unglinga, merkilegar persónur hvert um sig, sem búa í ein- hverjum verstu fátækrahverfum Frakk- lands. Hér sjáum við heiminn frá þeirra sjónarhóli og heyrum hvað þeim býr í brjósti, sem er í senn fyndið og sláandi. Ath.: Sýnd ókeypis í Veröld – húsi Vigdísar. Heimildarmynd - Enskur texti - 84 mínútur Barbara Lovísa missir af lestinni Kennedysyllan Barbara var fræg söngkona í Frakklandi og um alla Evrópu og Mathieu Amalric hyllir hana í þessari mynd um leið og hann tekur snúning á venjulegum ævi- sögumyndum. Barbara hlaut verðlaun fyrir leikstjórn á Canneshátíðinni 2017 og Jeanne Balibar sem leikur titilhlutverkið hlaut Césarverðlaunin fyrir besta leik. Drama/tónlist - Enskur texti - 97 mínútur Jean-François Laguionie, höfundur meist- araverksins Málverkið segir hér á kíminn og ljóðrænan hátt frumlega sögu af Lovísu sem er ein eftir á auðri baðströnd. Þar er hvorki rafmagn né sími og hún verður að glíma við náttúruöflin og einveruna upp á eigin spýtur. Þetta er dýrðleg saga fyrir alla aldurshópa. Teiknimynd - Íslensk þýðing - 75 mínútur Kennedysyllan eftir Dominique Cabrera er byggð á skáldsögu Maylis de Kerangal um Suzanne, stúlku úr góðri fjölskyldu. Hún slæst í hóp með ungu fólki úr fátækrahverfum Marseille sem manar hvert annað til að stinga sér til sunds fram af syllu við veginn um Kennedyklett. Ath.: Sýnd ókeypis í Veröld – húsi Vigdísar. Drama - Enskur texti - 94 mínútur Fall Bandaríkjaveldis Núll fyrir hegðun Strákarnir að austan Feiminn og óöruggur sendibílstjóri lendir óvart í miðju ráni og uppsker tvo poka af peningum sem hann felur í bílnum og ekur á brott. Þar með er hafin ófyrirsjá- anleg og kostuleg atburðarás. Þessi mynd Denys Arcand hefur fengið frábæra dóma og er sýnd á Frönsku kvikmynda- hátíðinni í boði Kanadíska sendiráðsins. Spenna/glæpir - Enskur texti - 129 mínútur Þetta meistaraverk Jeans Vigo frá árinu 1933 um þrjá sveitapilta sem efna til upp- þots var talið hallt undir anarkisma og bannað til ársins 1946, en er í raun alveg dýrðlegur óður til æskunnar og frelsisins. Athugið að þessi mynd verður aðeins sýnd einu sinni á hátíðinni, þ.e. á „klassíska bíókvöldinu“, mánudaginn 11. febrúar. Gamandrama - Enskur texti - 41 mínúta Daníel gefur sig á tal við Marek og býður honum að líta heim til sín næsta dag. En Daníel grunar ekki hvaða gildru hann gengur í né hvernig lífið umhverfist þegar hann hleypir Marek inn. Kröftug mynd eftir Robin Campillo sem hlaut Horizon-verðlaunin á Feneyjahátíðinni. Ath.: Sýnd ókeypis í Veröld – húsi Vigdísar. Drama/spenna - Enskur texti - 128 mínútur 400 högg Tunglferðin 400 högg er fyrsta mynd François Truffaut og hlaut leikstjórnarverðlaunin í Cannes árið 1959. Þarna fór Jean-Pierre Léaud í fyrsta skipti með hlutverk Antoines Doinels og er myndin jafnframt ein fyrsta mynd frönsku nýbylgjunnar. Athugið að 400 högg verður aðeins sýnd á „klassíska bíókvöldinu“, mánudaginn 11. febrúar. Gamandrama - Enskur texti - 99 mínútur Tunglferðin eftir Georges Méliès var upp- hafið að vísindaskáldskap í kvikmyndum og telst til þeirra merkustu í sögunni. Myndin var gerð 1902 og er byggð á Ferðinni til tunglsins eftir Jules Verne (1865) og Fyrstu menn á tunglinu eftir H.G. Wells (1901). Sýnd á Sólveigar Anspach- kvöldinu 14. febrúar. Aðgangur ókeypis. Vísindaskáldsaga - Enskur texti - 14 mínútur Athugið að allar nánari upplýsingar um Frönsku kvikmyndahátíðina, myndirnar og aðstandendur þeirra, sýningarstaði, sýning- artíma, verðskrá og fleira má sjá á www.af.is þar sem einnig er hægt að nálgast og prenta út heildarbækling um hátíðina. Einnig verður hægt að kaupa miða á www.smarabio.is. Myndir mánaðarins 17