Myndir mánaðarins MM Febrúar 2019 Bíóhluti - Page 14

Tryggð Þegar arfurinn klárast Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd og skrifar hún einnig handritið sem er byggt á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Tryggðarpanti, en hún var m.a. tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2006. Myndin segir frá blaðakonunni Gísellu Dal sem býr ein í stóru húsi ömmu sinnar í Vesturbæ Reykjavíkur og ákveður að leigja út herbergi í því til að ná endum saman. Úr verður að þær Marisol frá Kólumbíu og Abeba frá Úganda flytja inn, en þeirri síðarnefndu fylgir sjö ára dóttir, Luna. Til að byrja með gengur sambúð kvenn- anna vel en með tímanum fara alls kyns uppákomur að spilla fyrir, bæði menningartengdir árekstrar svo og deilur vegna þess að Gís- ella er stöðugt að setja leigjendum sínum nýjar og bindandi reglur ... Tryggð Í fyrstu gengur sambúð kvennanna þriggja ágætlega en það á eftir að breytast. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir og Enid Mbabazi í hlutverkum sínum sem þær Gísella, Marisol og Abeba. Drama 90 mín Aðalhlutverk: Elma Lísa Gunnarsdóttir, Enid Mbabazi, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir og Claire Harpa Kristinsdóttir Leikstjórn: Ásthildur Kjartansdóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Selfossbíó Frumsýnd 1. febrúar Punktar .................................................... Framleiðendur myndarinnar eru Ásthildur sjálf og fyrirtæki henn- ar, Rebella Filmworks, og Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films. l Af öðrum helstu aðstandendum má nefna að Ásgrímur Guðbjarts- son sá um kvikmyndatöku, Ragna Fossberg um förðun, Helga Jóakimsdóttir um búninga, Stígur Steinþórsson um leikmynda- hönnun og það var Andri Steinn Guðjónsson sem klippti. l Þótt Tryggð sé fyrsta bíómynd Ásthildar Kjartansdóttur hefur hún langa reynslu af kvikmyndagerð og hefur gert fjölda heimildar- mynda, leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir. Á meðal heimildar- mynda hennar má til dæmis nefna myndina Nói, Pam og mennirnir þeirra þar sem viðfangsefnið var einnig mál tengd innflytjendum. l Samband Gísellu við dóttur Abebu, Lunu, á eftir að hafa talsverð áhrif á atburðarásina. Luna er leikin af Claire Hörpu Kristinsdóttur. 14 Myndir mánaðarins