Myndir mánaðarins Mars 2018 tbl. 290 Bíóhluti - Page 6

Myndasyrpa – Bíófréttir Nítjánda Marvel-myndin og um leið þriðja Avengers-myndin er væntanleg í bíó 27. apríl og í þetta sinn eru nánast allar þær ofurhetjur sem við höfum kynnst í þessum myndum mættar til leiks í baráttunni við hinn ógurlega Thanos sem kominn er til jarðar ásamt sínum grimma og ómennska her til að finna svokallaða „eilífðarsteina“. Takist honum það verður hann ósigrandi og það má alls ekki gerast enda er þá úti um mannkynið. Við kynnum myndina betur í næsta blaði en hér eru nokkrar myndir í forrétt, þ. á m. þessi hér fyrir ofan sem tekin er þegar stór hluti leikhópsins kom saman á dögunum til að kynna myndina. 6 Black Panther og hans lið mætir að sjálfsögðu til leiks. Í þetta sinn þurfa ofurhetjurnar að glíma við hinn ógurlega Thanos sem James Brolin leikur, en Thanos er öflugri en nokkur annar óvinur sem þær hafa séð og um leið sá hættulegasti. Vetrarbrautarverðirnir mæta líka til að berjast við Thanos. Stund milli stríða en hér slaka á milli atriða þeir Benedict Cumb- erbatch, Robert Downey Jr., Mark Ruffalo og Benedict Wong. Myndir mánaðarins