Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti - Page 8

Væntanleg í júní – Jurassic World: Fallen Kingdom Nýja Jurassic World-myndin, Fallen Kingdom, verður frumsýnd á Íslandi 8. júní, en eins og flest kvikmyndaáhugafólk veit sló Jurassic World algjörlega í gegn og situr nú í fjórða sæti listans yfir tekjuhæstu myndir allra tíma. Í þetta sinn er það katalónski leikstjórinn J.A. Bayona sem leikstýrir en hann sendi síðast frá sér hina frábæru mynd A Monster Calls. Allar aðalpersónurnar, þ.e. þær sem lifðu fyrri myndina af, snúa aftur en sagan hefst um fjórum árum eftir atburðina í henni og segir frá því þegar eldgos brýst út á eyju risaeðlanna og ógnar lífi þeirra. Ákveðið er að flytja sem mest af þeim upp á fastalandið en það á að sjálfsögðu eftir að hafa alvarlegri afleiðingar en nokkur sá fyrir. Chris Pratt snýr aftur sem Owen Grady en hann er fenginn til að hjálpa til við flutninginn. Það sem freistar hans þó mest er að hitta á ný eina af eðlunum sem hann ól upp og tamdi og er kölluð Blue. 8 Sem fyrr má búast við að bæði Owen og aðrar persónur mynd- arinnar lendi í stórhættu við að reyna að fanga stærstu eðlurnar. Eins og þessi mynd ber með sér þá á Owen eftir hitta þennan krúttlega risaeðluunga sem sennilega er afkvæmi Blue. Við hér hjá Myndum mánaðarins ætlum að giska á að þessi ungi verði ein af aðalrisaeðlunum í næstu Jurassic World-mynd! Eins gaman og það er að skoða risaeðlur í hæfilegri fjarlægð þá kárnar gamanið í návígi við þær, jafnvel þótt þær brosi breitt. Við vitum ekki hvernig þetta atriði fer en því er ekki að neita að maðurinn þarna er í slæmum málum, alla vega í augnablikinu. Myndir mánaðarins