Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti - Page 4

Myndir mánaðarins Gleðilegt sumar Já, sumarið er gengið í garð samkvæmt tímatalinu og þótt það hafi ekki byrjað beint sumarlega alls staðar á landinu að þessu sinni skulum við vona að maí verði mildur og góður fyrir alla. En hvernig sem veðrið verður úti má alltaf bóka að í bíóhúsunum verður logn og blíða alla daga, allan mánuðinn og fullt af góðum myndum til að sjá. Að vísu verða óvenjufáar myndir frumsýndar að þessu sinni, eða níu, en á móti kemur að þetta eru allt afar áhuga- verðar myndir af ýmsum toga og að úrvalið í bíóhúsunum nú þegar er mjög gott fyrir. Annars lítur dagskráin svona út: Bíódagskráin í maí: 4. maí Vargur 4. maí Overboard 9. maí Bókmennta- og kartöfluböku- félagið 11. maí I Feel Pretty 16. maí Deadpool 2 18. maí Krummi klóki 23. maí Solo: A Star Wars Story 23. maí Draumur 23. maí Kona fer í stríð Bls. 16 Bls. 18 Bls. 19 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 26 Bls. 28 Bls. 29 LILY JAMES MICHIEL HUISMAN Og eins og venjulega hvetjum við lesendur til að kíkja einnig á DVD- og VOD-útgáfu mánaðarins sem kynnt er hinum megin í blaðinu auk tveggja nýrra tölvuleikja sem koma út 25. maí. Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá stjörnuna og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulitla stjörnu sem skín inni á einni síðunni hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur stjörnuna og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem stjarnan er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. maí. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði sem kemur út í lok maí. Vinningshafar í síðasta leik, finndu páskaungann: Eldey Alexandra, Nesvegi 1, Hauganesi, 621 Dalvíkurbyggð Stefán Jóhannesson, Háulind 17, 201 Kópavogi Tinna Magnúsdóttir, Frostafold 23, 112 Reykjavík Ásdís Kristjánsdóttir, Furugrund 71, 200 Kópavogi Tinna Ósk Hauksdóttir, Hrísrima 3, 112 Reykjavík Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 292. tbl. maí 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 9. MAÍ