Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti - Page 28

Draumur Finndu þína sönnu ást Þegar þær Öskubuska, Þyrnirós og Mjallhvít uppgötva að þær eru allar trúlofaðar sama prinsinum verður úr vöndu að ráða því auðvitað getur hann ekki gifst þeim öllum. Til að finna út hvar ást hans liggur í raun þarf hann að fara með aðstoðarkonu sinni Lenore (sem er ónæm fyrir töfrum hans) út í heim og freista þess að leysa þrautir sem um leið eru prófraun á hjarta hans. Þessi stórskemmtilega, tölvuteiknaða mynd sem eins og sést á sögunni sækir efnið í þekkt ævintýri er eftir Ross Venokur og fram- leidd af sömu aðilum og gerðu Shrek-myndirnar. Um leið og myndin er hæfilega spennandi fyrir yngstu kynslóðina inniheldur hún einnig skemmtilega tónlist og mikinn húmor við allra hæfi. Draumur Teiknimynd 90 mín Íslensk talsetning: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Ævar Þór Benedikts- son, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Vaka Vigfúsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnússon Örn Árnason, Orri Huginn Ágústsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 23. maí 28 Myndir mánaðarins