Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti - Page 22

Deadpool 2 Búðu þig undir endurkomu ársins! Stiklurnar úr Deadpool 2 og annað kynningarefni myndarinn- ar sem birst hefur á undanförnum mánuðum hefur slegið í gegn, enda um bráðskemmtilega brandara að ræða í flestum tilfellum sem tengjast hinum sérstaka húmor fyrri myndar- innar. Nýjasta stiklan, og sennilega lokastikla myndarinnar, sýnir hins vegar svo ekki verður um villst að nýja myndin er ekki bara fyndin heldur er hér sennilega um að ræða eina bestu og hröðustu hasarmynd sem sést hefur í bíó um árabil. Já, Wade Wilson, öðru nafni Deadpool, mætir á ný á hin hvítu tjöld kvikmyndahúsa heimsins þann 16. maí eins og hann byrjaði strax að boða eftir síðustu heimsókn. Í þetta sinn glímir hann