Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti - Page 18

Overboard Minnislausi milljónamæringurinn Þegar hinn hrokafulli og gjörspillti milljónamæringur Leonar- do fellur út af snekkju sinni eina nóttina og skolar síðan minnis- lausum í land ákveður fyrrverandi ræstitæknir hans, Kate, að nýta sér aðstöðuna og telja honum trú um að þau séu hjón. Rómantíska gamanmyndin Overboard, sem kemur í bíó 9. maí, er efnislega byggð á samnefndri mynd frá árinu 1987 þar sem Kurt Russell og Goldie Hawn fóru með aðalhlutverkin, en hún varð ein af vinsælustu gamanmyndum síns tíma. Handritið er samt nýtt og t.d. hefur kynjahlutverkunum verið snúið við þannig að nú er það hún sem sannfærir hann um að þau séu hjón en í gömlu myndinni var það hann sem sannfærði hana um það sama. Kate er þriggja barna einstæð móðir sem á í mestu vandræðum með að láta enda ná saman og er komin nálægt því að missa húsið sitt vegna vanefnda. Það bætir því ekki úr skák þegar hún er rekin að ósekju úr vinnunni, en á þeim brottrekstri ber hinn hrokafulli milljónamæringur Leonardo fulla ábyrgð. Þegar Kate fréttir nokkr- um dögum síðar af minnisleysi Leonardos eftir að hann fellur fyrir borð ákveður hún með stuðningi bestu vinkonu sinnar að ná sér niðri á honum með þeim „saklausa“ hrekk að þykjast vera eigin- kona hans. En hrekkurinn á fljótlega eftir að vinda upp á sig ... Overboard Gamanmynd / Rómantík 112 Það er hinn stórskemmtilegi mexíkóski grínleikari Eugenio Derbez sem leikur hrokafulla milljónamæringinn Leonardo í Overboard. mín Aðalhlutverk: Anna Faris, Eugenio Derbez, Eva Longoria, Swoosie Kurtz, John Hannah og Emily Maddison Leikstjórn: Bob Fisher og Rob Greenberg Bíó: Smárabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 9. maí Punktar .................................................... Handritið að 1987-myndinni Overboard var skrifað af Leslie Dixon (Mrs. Doubtfire, Freaky Friday) en er í þetta sinn skrifað af þeim Bob Fisher (We’re the Millers, Wedding Crashers) og Rob Greenberg (Frasier-sjónvarpsþættirnir). Þeir Bob og Rob ákváðu líka að leik- stýra myndinni saman og er hún um leið fyrsta bíómynd beggja. l Eins og kvikmyndaunnendur ættu að sjá í hendi sér er Overboard fyrst og fremst lauflétt skemmtun og farsi sem allir ættu að hafa gaman af enda er hún leyfð öllum aldurshópum. Kíkið á stikluna. l Eva Longoria leikur Theresu, bestu vinkonu Kate, sem tekur fullan þátt í blekkingarleiknum ásamt fleiri vinum Kate. Veistu svarið? Eldri Overboard-myndinni sem var frumsýnd 1987 var leikstýrt af þekktum gamanmyndaleikstjóra sem einnig gerði t.d. myndir eins og Beaches, The Flamingo Kid, The Princess Diaries, Runaway Bride og hina frægu Pretty Woman. Hvað hét hann? Kate telur Leonardo ekki bara trú um að þau séu hjón heldur að hann sé faðir barna hennar, þótt þau líkist honum ekki hætis hót. Garry Marshall. 18 Myndir mánaðarins