Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti - Page 14

Væntanlegt í júní Klukk, þú ert’ann! Bara stiklan er meistaraverk Einu sinni fyrir langa löngu, fyrir tíma tölvuleikja, þráðlausra síma og barnaefnis í sjónvarpi, léku krakkar sér saman úti á kvöldin. Þá fóru þau stundum í vinsælan eltingar- og feluleik sem var yfirleitt kallaður „síðasta“, en líka stundum „klukk“. Þetta var einfaldur leikur sem snerist um að einhver í hópnum „var’ann“ og þurfti að elta uppi aðra í hópnum og „klukka“ þá til að losna við að ver’ann en í klukki fólst að ná að snerta viðkomandi. Sá sem var klukkaður breyttist þá í að ver’ann og þurfti að elta einhvern félaga sinn uppi til að klukka hann ... og svo koll af kolli þangað til tíminn leysti leikinn sjálfkrafa upp. Það hefur ekki allt kvikmyndaáhugafólk áhuga á að skoða stiklur væntanlegra mynda og sumir meira að segja forðast að sjá þær á þeim grunni að þær skemmi fyrir upplifuninni ef þeir skyldu síðan sjá myndina. Þetta er auðvitað alveg rétt í mörg- um tilfellum enda flestir sammála um að langskemmtilegast sé að láta góða sögu í góðri mynd koma sér á óvart. En svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um þetta og hafa gaman af stiklum, líta jafnvel á þær sem sjálfstæð kvikmyndaverk og hafa auð- vitað rétt fyrir sér hvað það varðar. Sá sem þetta skrifar er í síðarnefnda hópnum og telur, eftir að hafa séð stikluna úr Sicario: Day of the Soldado, að þar sé komin ein af stiklum ársins. Myndin er eins og heitið gefur til kynna framhald af mynd Denis Villeneuve frá árinu 2015 og er óhætt að segja að atburðarásin í henni komi á óvart. Um leið og við getum tæplega mælt með að fyrri hópurinn sem við nefndum hér að ofan sjái þessa stiklu hvetjum við síðarnefnda hópinn til að láta hana ekki fram hjá sér fara, enda frábær stikla ein og sér. Þessi merkilegi leikur er aðalatriðið í gamanmyndinni Tag sem kemur í bíó í júní og fjallar um nokkra æskuvini sem léku sér í „síðasta“ þegar þeir voru ungir. Ólíkt öðrum ákváðu þau hins vegar að hætta ekki í leiknum og eru því enn í honum, komin hátt á fertugs- og jafnvel fimmtugsaldur. Myndin lofar ákaflega góðu eins og sjá má í mjög fjörugum stiklunum og gæti hæg- lega orðið einn af gamansmellum ársins. Tékkið á henni. Benicio Del Toro og Josh Brolin í Day of the Soldado. 14 Myndir mánaðarins