Myndir mánaðarins Maí 2018 tbl. 292 Bíóhluti - Page 10

Væntanleg í júní – Incredibles 2 Aðdáendur teiknimynda, og þá ekki síst hinna frábæru teiknimynda sem Pixar hefur sent frá sér með reglulegu millibili allar götur síðan sú fyrsta, Toy Story, var frumsýnd árið 1995, geta farið að láta sig hlakka til að endurnýja kynnin af hinni ótrúlegu Parr-fjölskyldu því mynd númer tvö um hana er væntanleg í bíó í júní, heilum þrettán árum eftir að fyrri myndin var frumsýnd. Sú mynd er af mörgum talin besta og fyndnasta Pixar-myndin til þessa og það ætti ekki að skemma fyrir eftirvæntingunni að leikstjóri og handritshöfundur nýju myndarinnar er sá sami og þá, húmoristinn Brad Bird, sem gerði m.a. einnig myndirnar The Iron Giant, Ratatouille, Mission: Impossible - Ghost Protocol og Tomorrowland. Við látum hér nokkrar myndir tala sínu máli en hvetjum alla áhugasama til að skoða skemmtilegar stiklurnar úr Incredibles 2 sem komnar eru á netið. 10 Myndir mánaðarins