Myndir mánaðarins Janúar 2018 tbl. 288 Bíó - Page 20

All the Money in the World Peningana eða lífið All the Money in the World er nýjasta mynd Ridleys Scott og fjallar um þann fræga atburð í júlí árið 1973 þegar alnafna og sonarsyni ríkasta manns heims á þeim tíma, John Paul Getty III, var rænt í Róm og afi hans neitaði að greiða lausnargjaldið. Ránið á hinum 16 ára gamla John Paul Getty III vakti heimsathygli á sínum tíma og eftir að lausnargjaldskrafa upp á 17 milljónir dollara barst fjölskyldu hans komst sá kvittur á kreik að ungi maðurinn hefði sjálfur sett mannránið á svið til að kúga fé út úr hinum forríka afa sínum. Sá harðneitaði hins vegar að borga, jafnvel eftir að ljóst var orðið að John var í raun í haldi Ndrangheta-glæpasamtakanna sem þá voru alræmdustu og voldugustu glæpasamtök Ítalíu fyrir utan Sikileyjar-mafíuna. Við tók margra mánaða árangurslaus bar- átta foreldra Johns (sem voru þá löngu skilin) við að frelsa hann. Í nóvember sama ár skáru mannræningjarnir af honum annað eyrað og sendu það í pósti til fjölmiðils ásamt orðsendingu um að þeir myndu þaðan í frá, á tíu daga fresti, skera af honum fleiri líkamshluta uns lausnargjaldið bærist eða hann dæi af sárum sínum. Óhætt er að segja að allur heimurinn hafi síðan fylgst með fram- vindunni næstu vikur sem varð vægast sagt æsispennandi en af tillitssemi við þá sem þekkja ekki söguna og vilja upplifa spennuna þegar myndin kemur í bíó þá segjum við ekki meira um hana hér. All the Money in the World Sannsögulegt 132 mín Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Michelle Williams, Christopher Plumm- er, Charlie Plummer, Romain Duris, Charlie Shotwell, Timothy Hutton, Andrew Buchan og Giuseppe Bonifati Leikstjórn: Ridley Scott Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 5. janúar Michelle Williams leikur móður Johns Paul Getty III, Gail Harris, og Mark Wahlberg leikur Fletcher Chase sem gætti hagsmuna hins forríka Johns Paul Getty en snerist síðan á sveif með Gail eftir því sem tíminn leið. Punktar .................................................... All the Money in the World er byggð á bók eftir John Pearson sem kom út árið 1995 og heitir Painfully Rich: The Outrageous Fortunes and Misfortunes of the Heirs of J. Paul Getty. l Myndin er nú tilnefnd til þrennra Golden Globe-verðlauna, fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna (Michelle Williams), bes