Myndir mánaðarins Júní 2018 tbl. 293 Bíóhluti - Page 26

Hotel Artemis Þú kemst inn. En kemstu út? Hotel Artemis gerist í ekki svo fjarlægri framtíð í Los Angeles þar sem blóðug og mannskæð uppþot og óeirðir hafa sett allt daglegt líf fólks úr skorðum. Ein vin er til staðar mitt í glund- roðanum en það er Hotel Artemis sem í raun er leynilegt sjúkrahús fyrir glæpamenn, stofnað af voldugum mafíufor- ingja sem er ætíð kallaður Wolf og rekið af hjúkrunarkonunni Jean Thomas sem lætur fátt sem ekkert koma sér úr jafnvægi. Þessi fyrsta mynd framleiðandans og handritshöfundarins Drews Pearce sem leikstjóra er áhugaverð í meira lagi. Hún gerist árið 2028 í Los Angeles þar sem skortur á vatni hefur leitt til blóðugra óeirða. Við kynnumst hér bræðrunum Sherman og Lev sem segja má að fari úr öskunni í eldinn þegar þeir sleppa úr erfiðum aðstæð- um en lenda þess í stað í skotbardaga við lögregluna. Eftir hann er Lev illa særður og Sherman heldur með hann á Hotel Artemis í von um inngöngu þótt Lev uppfylli ekki skilyrði og reglur sjúkrahússins frekar en lögreglukonan Morgan sem einnig vantar aðhlynningu. Fyrir á staðnum er franskur leigumorðingi og sjálfumglaður vopna- sali sem kemur ekkert allt of vel saman. Þegar við bætist að Wolf sjálfur og sonur hans Crosby eru líka á leiðinni ásamt fylgdarmönn- um verður Jean ljóst að það stefnir í stórhættulegt uppgjör ... Hotel Artemis Spenna / Hasar / Framtíðarsaga 93 mín Aðalhlutverk: Jodie Foster, Sofia Boutella, Dave Bautista, Sterling K. Brown, Brian Tyree Henry, Charlie Day, Zachary Quinto og Jeff Goldblum Leikstjórn: Drew Pearce Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 20. júní Jodie Foster leikur Jean sem haldið hefur utan um rekstur Artemis í 22 ár og getur höndlað allt nema ástandið fyrir utan sjúkrahúsið. Punktar .................................................... Hotel Artemis er fyrsta myndin sem Jodie Foster leikur í í fimm ár en hún lék síðast í vísindaskáldsögu Neills Blomkamp, Elysium. l Það kannast sjálfsagt margir við hinn frábæra leikara Sterling K. Brown sem hefur leikið Randall Pearson í hinum vinsælu sjónvarps- þáttum This Is Us og fór einnig með hlutverk N’Jobu í Black Panther. l Sterling K. Brown og Sofia Boutella í hlutverkum sínum í Hotel Artemis. Veistu svarið? Jodie Foster hóf leikferil sinn aðeins sjö ára að aldri árið 1969 og á því fimmtíu ára starfsafmæli á næsta ári. Hún vakti snemma mikla athygli fyrir hæfileika sína og árið 1976 varð hún stórstjarna eftir leik í tveimur gjörólíkum myndum. Hvaða myndum? Taxi Driver og Bugsy Malone. 26 Myndir mánaðarins Dave Bautista leikur helsta aðstoðarmann Jean, hinn sallarólega Everest sem getur þó líka sýnt tennurnar þegar á þarf að halda.