Myndir mánaðarins Júní 2018 tbl. 293 Bíóhluti - Page 24

Hin ótrúlegu 2 Brettið upp ermarnar! Hin ótrúlega Parr-fjölskylda mætir til leiks í kvikmyndahúsum 20. júní, þrettán árum eftir að fyrri myndin um þau var frum- sýnd. Sú mynd er af mörgum talin skemmtilegasta og fyndn- asta Pixar-myndin til þessa og það bendir allt til að nýja myndin gefi henni ekkert eftir í þeim efnum enda eru allir að- standendur þeir sömu, þar á meðal leikstjórinn Brad Bird. Þótt þrettán ár séu liðin frá því við hittum Parr-fjölskylduna hefur tíminn í sögunni um þau lítið liðið því myndin byrjar nánast þar sem þeirri fyrstu lauk. Eftir að hafa bjargað heiminum frá glötun færist nú ró yfir fjölskyldulífið, allt þar til Helenu er boðið nýtt og mikilvægt starf sem hún getur ekki hafnað. Vandamálið við það er að þá verður Bob auðvitað að sjá um heimilishaldið en það er langt í frá létt verk því það inniheldur að hafa hemil á krökkunum þremur, þeim Violet, Dash og hvítvoðungnum Jack- Jack sem er stórhættulegur sem fyrr því hann hefur lítið vald yfir ofurkröftum sínum og má alls ekki borða kökur. En að sjálf- sögðu gerast síðan atburðir sem kalla á að Parr-fjölskyldan bretti enn á ný upp ermarnar og bjargi mannkyninu frá tortímingu ... Hin ótrúlegu 2 Teiknimynd 118 mín Myndin er að sjálfsögðu vandlega talsett á íslensku en þau sem tala fyrir helstu persónurnar í ensku útgáfunni eru Craig T. Nelson, Holly Hunter, Sophia Bush, Samuel L. Jackson, Catherine Keener, Jonathan Banks, Brad Bird, Bob Odenkirk, Isabella Rossellini og John Ratzenberger Leikstjórn: Brad Bird Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Háskólabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Bíóhöllin Akranesi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 20. júní 24 Myndir mánaðarins