Myndir mánaðarins Júní 2018 tbl. 293 Bíóhluti - Page 16

Jurassic World: Fallen Kingdom Lífið finnur alltaf leið Nýja Jurassic World-myndin, Fallen Kingdom, verður heims- frumsýnd á Íslandi 6. júní. Myndin var forsýnd í Madrid 21. maí og er skemmst frá því að segja að þar fékk hún frábærar móttökur og þykir jafnvel betri en síðasta mynd sem sló að- sóknarmet fyrri Jurassic-mynda þegar hún halaði inn tekjur upp á tæplega 1,7 milljarð dollara, en sá árangur setur hana í dag í fimmta sæti listans yfir vinsælustu myndir allra tíma. Myndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið. Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusér- fræðingana og fyrrverandi kærustuparið Claire Dearing og Owen Grady sem geta ekki annað en orðið við þeirri beiðni að aðstoða við flutningana. Þau vita að sjálfsögðu ekki að á bak við „björgunina“ eru brögð í tafli og með því að aðstoða við að fanga risaeðlurnar hafa þau í raun komið þeim úr öskunni í eldinn. Við það geta þau ekki unað og ákveða að finna saman leið til að snúa vörn í sókn ... Jurassic World: Fallen Kingdom Ævintýri / Spenna Chris Pratt snýr aftur sem Owen Grady sem er fenginn til að hjálpa til við flutningana. Það sem freistar hans þó mest er að hitta á ný eina af snareðlunum sem hann ól upp og tamdi og er kölluð Blue. 128 mín Aðalhlutverk: Chris Pratt, Bryce Dallas Howard, Jeff Goldblum, Ted Levine, Rafe Spall, Toby Jones, Justice Smith, BD Wong, James Crom- well og Geraldine Chaplin Leikstjórn: J. A. Bayona Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 6. júní Bryce Dallas Howard leikur Claire Dearing á ný, en hún er eins og þeir vita sem sáu fyrri myndina fyrrverandi forstöðumaður risaeðlugarðsins. Veistu svarið? Fyrsta Jurassic Park-myndin var frumsýnd í ágúst 1993, þ.e. fyrir tæplega 25 árum, og prýddi plakat hennar forsíðu fyrsta tölublaðs forvera Mynda mánaðarins sem þá hét Bíómyndir og myndbönd. En hvaða tveir leikarar í Fallen Kingdom léku einnig í þeirri mynd? Jeff Goldblum og BD Wong. 16 Myndir mánaðarins Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er J.A. Bayona sem gerði síðast hina afar góðu mynd A Monster Calls (sem allt of fáir hafa séð), og á einnig að baki verðlaunamyndirnar The Impossible og The Orphanage. l