Myndir mánaðarins Júní 2018 tbl. 293 Bíóhluti - Page 10

Bíófréttir – Væntanlegt Leikstjórinn Eli Roth, sem hingað til hefur hallast að tiltölulega blóðugum ofbeldismyndum og tryllum og sendi síðast frá sér myndina Death Wish, mun með næstu mynd sinni breyta um takt því hún er gerð eftir vinsælli barna- og unglingabók, The House with a Clock in Its Walls, eftir John Bellairs, sem kom út árið 1973. Sagan fjallar um dreng, Lewis, sem eftir að hafa misst báða foreldra sína flytur til frænda síns, Jonathans, sem býr í gömlu og dularfullu húsi. Í ljós kemur að hinn viðkunnanlegi Jonathan er langt frá því að vera þar sem hann er séður því hann er rammgöldróttur og þá erum við ekki að tala um sjónhverfingar heldur alvöru, gamaldags galdra. Hann er sem sagt galdrakarl. Enn fremur uppgötvar Lewis að nágranni hans, Florence, er enn göldróttari enda er hún norn, en sem betur fer góð norn. Saman lenda þessar þrjár aðalpersónur sögunnar síðan í ævintýralegri og æsispennandi baráttu við framliðinn galdrakarl og handbendi hans sem ólíkt þeim Jonathan og Florence hefur ekkert gott í huga heldur stefnir að tortímingu heimsins. Með aðalhlutverkin fara þau Jack Black, Cate Blanchett og Kyle Maclachlan og það er Owen Vaccaro sem leikur Lewis, en Owen er þekktastur fyrir að leika Dylan í Daddy’s Home-myndunum. Fyrsta stiklan úr myndinni lofar góðu fyrir yngri áhorfendur sem gaman hafa af svona hrollvekjandi ævintýrum en eflaust munu þeir sem eldri eru skemmta sér dável líka. Myndin verður frumsýnd í september. Og talandi um unglingabókmenntir þá er ekki úr vegi að benda lesendum einnig á nýja stiklu úr myndinni The Darkest Mind sem var frumsýnd fyrir skömmu. Sú mynd er byggð á samnefndri bók bandaríska rithöfundarins Alexöndru Bracken sem var aðeins 22 ára þegar hún skrifaði hana. Bókin sló í gegn árið 2010 og varð síðan upphafið að bóka- seríu sem nú telur sex bækur ef sú nýjasta er talin með en hún kemur út 31. júlí nk. Myndin er framleidd af sömu aðilum og gerðu hina vinsælu sjónvarpsseríu Stranger Things og er leikstýrt af Jennifer Yuh Nelson sem m.a. hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir Kung Fu Panda 2, en þetta er hennar fyrsta leikna mynd. Sagan gerist í framtíðinni þegar öll börn undir átján ára aldri eru dáin fyrir utan nokkra einstaklinga sem eiga það líka sameiginlegt að búa yfir óútskýranlegum ofurkröftum. Þessir einstaklingar ákveða að snúa bökum saman og gera uppreisn gegn ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á eyðingu heillar kynslóðar. Myndin kemur í bíó um miðjan ágúst ef áætlanir ganga eftir. Við höfum áður látið vita af því hér í blaðinu að í október verði ný mynd um leyniþjónustumanninn Johnny English frumsýnd og nýlega var fyrsta stiklan úr henni frumsýnd. Í henni kemur berlega í ljós að þessi sjálfumglaði en klaufski útsendari hennar hátignar hefur ekk- ert lært af fyrri óförum og er ásamt aðstoðarmanni sínum, Bough, enn í mestu vandræðum við að komast lifandi í gegnum daginn. Samt sem áður er honum nú enn á ný falin rannsókn á al- varlegu máli sem ógnar heimsfriðinum. 10 Myndir mánaðarins Ekki líta niður Dwayne Johnson lætur ekki deigan síga frekar en fyrri daginn og eftir að hafa boðið bæði gömlum og nýjum aðdáendum sínum upp á Jumanji: Welcome to the Jungle í desember og Rampage í apríl býður hann aftur upp á ævintýralegan hasar og skemmtun þegar myndin Skyscraper verður frumsýnd í júlí. Myndin er í leikstjórn Rawsons Marshall Thurber, en hann gerði m.a. myndirnar Dodgeball: A True Underdog Story, We’re the Millers og Central Intelligence þar sem hann og Dwayne störfuðu saman í fyrsta skipti og líkaði það samstarf svo vel að ákveðið var að halda því áfram. Sagan er í stuttu máli um mann sem þarf að bjarga fjölskyldu sinni úr brennandi skýjakljúfi og lifa af bæði ferðina upp og svo ferðina niður aftur. Því fylgir meiri vandi en bara eldurinn því um leið þarf hann að glíma við harðsvíraðan glæpamann sem danski leikarinn Roland Møller leikur, en hann vill ólmur komast yfir hátæknibúnað sem leynist efst í turnin- um, langt fyrir ofan eldinn. Að sjálfsögðu er hasarinn hér í fyrirrúmi en reikna má með að húmorinn sé ekki langt undan og sjást nokkrir brandararnir nú þegar í stórskemmtilegri stiklu myndarinnar. Danski leikarinn Roland Møller leikur vonda kallinn í Skyscraper.