Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti - Page 22

Bílar 3 Sýndu hvað í þér býr Þótt Leiftur-McQueen sé ekki dauður úr öllum rafgeymum þá eru komnir fram nýir bílar sem eru betri en hann í kappakstri og komast hraðar. Við það á rauða hetjan erfitt með að sætta sig og ákveður að taka þátt í enn einum kappakstrinum til að sýna að hann er enn sá besti. En er hann það í raun og veru? Teiknimyndirnar tvær sem gerðar hafa verið um hina talandi bíla hafa notið ómældra vinsælda á undanförnum árum, eða allt frá því að sú fyrri var frumsýnd árið 2006. Nú bætist þriðja myndin við í seríuna, en hún gerist nokkrum árum eftir atburðina í síðustu mynd. Fyrir utan Leiftur-McQueen endurnýjum við hér kynnin af mörgum karakterum fyrri myndanna um leið og við kynnumst nokkrum nýjum, þar á meðal kraftmiklum keppnautum McQueens um titlana! Bílar 3 Teiknimynd 80 mín Íslensk talsetning: Atli Rafn Sigurðarson, Bryndís Ásmundsdóttir, Arnar Jónsson, Orri Huginn Ágústsson, Þórhallur Sigurðsson, Þór Tulinius, Sigurður Þór Óskarsson, Bergur Þór Ingólfsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og margir fleiri Þýðing: Harald G. Haralds Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 15. júní 22 Myndir mánaðarins