Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti - Page 4

Myndir mánaðarins Gleðilega páska Apríl er mættur í öllu sínu veldi og ber með sér páskahátíðina og allt sem henni fylgir, þar á meðal páskafrí fyrir marga sem við mælum að sjálfsögðu með að allir noti til að sjá góðar myndir. Svo óvenjulega vill til að páskadagurinn lendir í þetta sinn á gabb- deginum mikla, 1. apríl, en það hefur ekki gerst síðan 1956 og á vafalaust eftir að kveikja í mörgum húmoristanum. Á bíódagskrá mánaðarins eru tíu myndir að þessu sinni sem koma úr öllum flokkum kvikmyndalitrófsins eins og sjá má þegar listinn hér fyrir neðan er skoðaður og blaðinu flett áfram. Sjáumst í bíó! Bíódagskráin í apríl: 6. apríl 6. apríl 6. apríl 13. apríl 13. apríl 18. apríl 18. apríl 18. apríl 27. apríl 27. apríl A Quiet Place Blockers Death of Stalin Rampage The Strangers: Prey at Night 7 Days in Entebbe Önd, önd, gæs Every Day Super Troopers 2 Avengers: Infinity War Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 25 Bls. 26 Bls. 28 Bls. 29 Bls. 30 Ps. Kíkið svo endilega á DVD- og VOD-útgáfuna sem kynnt er hinum megin í blaðinu ásamt tveimur nýjum tölvuleikjum. Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá páskaungann og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulítinn páskaunga sem villst hefur inn á eina síðuna hérna bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur ungann og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem unginn er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. apríl. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði sem kemur út í lok apríl. Vinningshafar í síðasta leik, finndu sólina: Ásta Kristín Jónatansdóttir, Miðvangi 106, 220 Hafnarfirði Kristinn Þórisson, Hjallalundi 17i, 600 Akureyri Anna S. Gunnarsdóttir, Marargrund 11, 210 Garðabæ Guðni Sigurðsson, Sóleyjagötu 12, 300 Akranesi Karen Bergljót Knútsdóttir, Ljósheimum 6 íb. 802, 104 Reykjavík Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 291. tbl. apríl 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 21.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 18. APRÍL MEÐ ÍSLENSKU TALI