Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti - Page 14

Bíófréttir – Væntanlegt Lengi lifir í gömlum glæðum Gamlir félagar hittast á ný Þetta eru þær Diane Keaton, Candice Bergen, Jane Fonda og Mary Steenburgen sem leika ásamt Andy Garcia, Craig T. Nel- son, Don Johnson og Richard Dreyfuss aðalhlutverkin í mynd- inni Book Club sem væntanleg er í bíóhúsin í maí. Þær leika hér æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol sem hafa allar upplifað með árunum að blossinn í sambandi þeirra við karlmenn hefur orðið daufari og daufari. Þetta breytist hins vegar snarlega þegar þær lesa bókina Fifty Shades of Grey sem fyllir þær allar löngun til að endurnýja kynni sín af ástinni eins og hún gerðist best og lostafyllst. Vandamálið er hvernig þær eigi að fá karlana í lífi sínu til að