Myndir mánaðarins Ágúst 2018 tbl. 295 Bíóhluti - Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Fyrsta stiklan úr Glass frumsýnd Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi á dögunum fyrstu stikluna úr mynd sinni Glass, og er óhætt að segja að hún hafi vakið athygli. Eins og þeir vita sem fylgjast með í kvikmyndaheiminum eru það gamlir kunningjar sem eiga sviðið í Glass, þ.e. hinn brot- hætti Elijah Price og öryggisvörðurinn David Dunn úr myndinni Unbreakable, og hinn magnaði Kevin Wendell Crumb úr myndinni Split, en hann er eins og menn muna með margklofinn persónuleika. Með hlutverk þeirra fara þeir sömu og áður, þ.e. Samuel L. Jackson Þrjár síðustu frumsýningar bíóhúsanna í júlí eru Mamma Mia: Here We Go Again, The Equalizer 2 og Hereditary. Þegar þetta blað kemur út er júlímánuður svo gott sem á enda runninn og hefur verið boðið upp á fjölbreytta skemmtun í bíó í mánuðinum, eins og t.d. Ant-Man and the Wasp, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp, Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið, Skyscraper, Mamma Mia! Here We Go Again, The Equalizer 2 og Hereditary. Framundan er svo ágústveislan sem kynnt er nánar hér aftar í blaðinu, en segja má að hún hefjist strax um helgina sem þetta blað kemur út þegar nýjasta Mission Impossible-myndin Fallout verður forsýnd fyrir þá allra spenntustu. Þeir ættu reyndar að vera margir því Fallout hefur verið að fá frábæra dóma og þykir gera atlögu að toppsætinu yfir bestu hasarmyndir allra tíma. Hún á því nokkuð örugglega eftir að slá einhver aðsóknarmet í ágúst. Hvað sá konan í glugganum? Eftir að hafa gert það gott með Darkest Hour er leikstjórinn Joe Wright kominn á fullt við gerð sinnar næstu myndar. Hún heitir The Woman in the Window og er gerð eftir samnefndri fyrstu bók rithöfundarins A.J. Finn sem kom út í janúar sl. og rauk beint á topp metsölulistanna í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið frábæra dóma og hylli sem einn besti þriller síðari ára. Bókin var fljótlega þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal á íslensku af Friðriku Benónýsdóttur. Sagan er í stuttu máli um konu, Önnu Fox, sem hefur ekki yfirgefið hús sitt í meira en tíu mánuði. Dag einn flytur ný fjölskylda í húsið beint á móti hennar húsi og heillar Önnu því hún minnir hana á fjölskylduna sem hún átti eitt sinn sjálf. Eitt kvöldið er ánægjan þó rofin þegar óhugnanlegt óp og atvik sem Anna verður vitni að setur allt á annan endann í lífi hennar. En hvað var þ