Myndir mánaðarins Ágúst 2018 tbl. 295 Bíóhluti - Page 4

Myndir mánaðarins Komum heil heim Ágúst er runninn upp og um leið mesta ferðahelgi ársins og því er full ástæða til að minna fólk á enn einu sinni að fara sér hægt um gleðinnar dyr, aka varlega og umfram allt, koma heil heim á sál og líkama. Það er einfaldlega aldrei of varlega farið. NO SESAME. ALL STREET. Að því sögðu þá verður ágúst ákaflega góður bíómánuður sem byrjar með hvelli þegar Tom Cruise og félagar mæta á svæðið í mynd sem er þegar orðin umtöluð sem ein besta hasarmynd allra tíma, Mission Impossible: Fallout. Þess utan er dagskráin auðvitað sneisafull af öðrum fínum myndum úr öllum áttum þannig að það mun engum leiðast sem skellir sér í bíó á næstunni. Hér er dagskráin: 1. ágúst 8. ágúst 8. ágúst 10. ágúst 15. ágúst 17. ágúst 22. ágúst 22. ágúst 24. ágúst 29. ágúst 31. ágúst Mission Impossible: Fallout The Spy Who Dumped Me Úlfhundurinn Christopher Robin Mile 22 The Meg Happytime Murders Slender Man Crazy Rich Asians Alpha Kin Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 19 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 25 Bls. 26 Bls. 27 Bls. 28 Og eins og alltaf hvetjum við lesendur til að kíkja einnig á DVD- og VOD-útgáfuna sem finna má hinum megin í blaðinu auk kynningar á tveimur nýjum tölvuleikjum. - Góða skemmtun! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá tjaldið og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulítið tjald sem einhver gleymdi inni á einni síðunni hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þetta: Ef þú finnur tjaldið og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem tjaldið er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. ágúst. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði sem kemur út í lok ágúst. Vinningshafar í síðasta leik, finndu hvolpinn: Bjartur Orri Jónsson, Þinghólsbraut 30, 200 Kópavogi Linda Linnet, Álakvísl 14, 110 Reykjavík Oliver Sigurjónsson, Lindasmára 54, 201 Kópavogi María Björk Sigurpálsdóttir, Skógarhæð 6, 210 Garðabæ Ingvar Sigurðsson, Skipasundi 3, 104 Reykjavík Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 295. tbl. ágúst 2018 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝN D 22. ÁGÚST