Myndir mánaðarins Ágúst 2018 tbl. 295 Bíóhluti - Page 26

Crazy Rich Asians Ástin er eitt – fjölskyldan er allt annað! Þau Rachel, sem er hagfræðiprófessor í New York, og Nick, sem stundar viðskipti í borginni, hafa verið saman í rúmlega ár og eru ástfangnari en nokkurn tíma fyrr. Nick ákveður því að bjóða Rachel til Singapúr að hitta fjölskyldu sína, en sú fjölskylda á sannarlega eftir að koma henni verulega á óvart. Crazy Rich Asians er byggð á samnefndri metsölu- bók Kevins Kwan sem kom út árið 2013 og þykir allt í senn, fyndin, rómantísk og ekki bara mjög skemmtilegt innlit í asískan hugarheim varðandi hjónabönd heldur og hugarheim hinna ríku sem geta eftirlátið sér nánast hvað sem er. Um leið má segja að sagan sé hárbeitt ádeila á þann lífsstíl. Það sem Rachel veit ekki þegar hún leggur upp í ferðina til Singapúr ásamt Nick er að hann er kominn af ríkasta fólki landsins. Því hafði hann haldið leyndu og því líka að hann hefur um árabil verið eftirsóttasti piparsveinn landsins. Þegar við bætist að móðir hans er síður en svo sátt við val hans á kvonfangi og reynir allt sem hún getur að til að hrekja Rachel á brott þarf Rachel að ákveða hvort hún eigi að hrökkva eða stökkva ... Crazy Rich Asians Gamanmynd / Rómantík 100 mín Aðalhlutverk: Constance Wu, Henry Golding, Michelle Yeoh, Gemma Chan, Awkwafina, Ken Jeong, Jimmy O. Yang og Chris Pang Leikstjórn: Jon M. Chu Bíó: Sambióin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó og Bíóhöllin Akranesi Frumsýnd 24. ágúst Rachel Wu, sem hin stórskemmtilega Constance Wu leikur, er lítt undir það búin að hitta fjölskyldu unnusta síns, síst af öllu móður hans sem á eftir að láta reyna á hana. En Rachel er ekkert blávatn. Punktar .................................................... Upphaflega kom sú hugmynd upp að breyta a.m.k. aðalkvenpers- ónunni Rachel í hvíta stúlku í bíómyndinni en það féll hvorki í góðan jarðveg hjá höfundi bókarinnar né aðdáendum. Svo fór að ákveðið var að öll hlutverkin yrðu skipuð fólki af asískum uppruna og er það í fyrsta sinn í 25 ár sem það er gert í Hollywood-mynd, eða allt síðan Wayne Wang gerði myndina The Joy Luck Club árið 1993. l Eftir rúmlega eins árs kynni vill Nick að Rachel komi með sér til Singapúr að hitta fjölskyldu sína, en það jafngildir nánast bónorði. Veistu svarið? Sú sem leikur Rachel, Constance Wu, hefur um ára- bil verið eftirsótt sviðsleikkona í New York en leikið í ýmsum myndum á milli verkefna á Broadway. Þekktust er hún samt utan heimalandsins fyrir leik í vinsælum sjónvarpsþáttum. Hvaða þáttum? Fresh Off the Boat og Eastsiders. 26 Myndir mánaðarins Við fyrstu kynni virðist fara vel á með móður Nicks, Eleanor, og Rachel en fljótlega kemur í ljós að Eleanor ætlar sér að hrekja hana á brott.