Myndir mánaðarins Ágúst 2018 tbl. 295 Bíóhluti - Page 24

The Happytime Murders Þetta er ekkert grín Þegar einhver tekur upp á því að myrða starfsfólk brúðu- myndaþáttanna Happytime Gang einn af öðrum fær lögreglu- konan Connie Edwards málið til rannsóknar. Það fyrsta sem hún gerir er að kalla á liðsinni fyrrverandi félaga síns, Philips Phillips, en fyrsta fórnarlambið var einmitt bróðir hans. The Happytime Murders gerist í veröld þar sem brúður eins og þær sem við þekkjum sem prúðuleikarana, en urðu fyrst vinsælar í barna- þáttum eins og Sesame Street, eru í raun sprelllifandi borgarar sem njóta þó ekki sömu réttinda og þeir sem eru af holdi og blóði. Þau Connie og Philip taka þegar til við rannsókn málsins og eru áður en langt er um liðið komin með margar vísbendingar sem undir venjulegum kringumstæðum ættu að beina þeim á rétta slóð. Vandamálið er hins vegar að sú slóð liggur beint til Philips sjálfs ... The Happytime Murders Melissa McCarthy leikur lögreglukonuna Connie Edwards sem fær fyrrverandi lögreglubrúðuna og nú einkaspæjarann Philip Phillips í lið með sér þegar einhver byrjar að myrða brúður eins og hann í massavís. Grín / Svartur húmor 98 mín Aðalhlutverk: Melissa McCarthy, Elizabeth Banks, Maya Rudolph, Brian Henson, Joel McHale, Leslie David Baker, Jimmy O. Yang og Bill Barretta Leikstjórn: Brian Henson Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 22. ágúst Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er Brian Henson en hann er einn af fimm börnum Jims Henson sem skapaði prúðleikarana, fyrst fyrir barna- þættina Sesame Street og síðan í sjálfstæðum þáttum, The Muppet Show, sem urðu feikivinsælir um allan heim og eru enn. l Þegar þetta er skrifað hefur bara ein stikla úr The Happytime Murders verið gefin út en hún er svokölluð „red band“-stikla sem þýðir að hún er bönnuð börnum innan 16 ára aldurs. Það bann verður vel skiljanlegt þegar horft er á hana! l Sá sem talar fyrir og stjórnar Philip Phillips er Bill Barretta en hann hefur verið fastaleikari í prúðuleikurunum í áratugi og talar m.a. fyrir sænska kokkinn, Rowl, dr. Teeth, Bobo og risarækjuna Pepe. l Melissa McCarthy er vafalaust í essinu sínu í myndinni en hún og eiginmaður hennar, Ben Falcone, eru einnig framleiðendur hennar. Veistu svarið? Þótt Jim Henson sé þekktastur fyrir aðkomu sína að Sesame Street-þáttunum og síðan The Muppet Show og fyrir að tala fyrir Kermit frosk sló hann upphaflega í gegn í sjónvarpsþáttunum Sam and Friends þar sem hann talaði fyrir ... hvaða brúðu? Við ætlum að giska á að þessi stilla sé frá útför bróður Philips en hann verður fyrsta brúðan sem brúðumorðinginn myrðir. Hundinn Rowl. 24 Myndir mánaðarins