Myndir mánaðarins Ágúst 2018 tbl. 295 Bíóhluti - Page 18

Úlfhundurinn Hin sígilda saga í nýjum búningi Úlfhundurinn er byggð á hinni sígildu sögu White Fang eftir Jack London, en hún kom út árið 1906 og hefur allar götur síðan notið mikilla vinsælda. Þetta er frábær saga sem gerist á tímum gullæðisins í Klondike í Alaska á árunum 1896–1899. Sagan hefst reyndar áður en aðalsöguhetjan, úlfhundurinn White Fang, fæðist og við kynnumst aðstæðum foreldra hans á hinum harðbýlu og köldu slóðum. Gullfundurinn í Klondike hefur dregið að marga leitarmenn sem þurfa að flytja með sér mat og tæki og eiga í stöðugum átökum við úlfana. Þegar White Fang fæðist er hann hins vegar tekinn í fóstur af mönnum og verður því ákveðinn hlekkur á milli þeirra og villtu úlfana – og nokkurs konar verndari beggja ... Úlfhundurinn Teiknimynd 85 mín Íslensk talsetning: Hjálmar Hjálmarsson, Þórhallur Sigurðsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Orri Huginn Ágústsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hjalti Rúnar Jónsson og Elísabet Ormslev Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 8. ágúst 18 Myndir mánaðarins