Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti - Page 16

The Bleeder – Storkurinn Rikki Stundum er lífið eins og kvikmynd The Bleeder fjallar um þungavigtarboxarann Charles „Chuck“ Wepner, en bardagi hans við Muhammad Ali árið 1975 varð Sylvester Stallone innblásturinn að Rocky. The Bleeder er frumsýnd 28. júlí, degi eftir að þetta blað kemur út og það er full ástæða til að hvetja allt kvikmyndaáhugafólk til að skella sér á hana, ekki síst þá sem hafa gaman af sannsögulegum myndum eða hnefaleikasögunni. Bardagi Charles og Muhammads Ali árið 1975 varð frægur enda munaði litlu að Charles ynni hann þegar honum tókst að slá Ali í gólfið í níundu lotu. Svo fór þó að hann tapaði honum þegar aðeins 19 sekúndur voru eftir af þeirri fimmtándu. Segja má því að Charles sé í raun hinn eini sanni Rocky í lifanda lífi ... Punktar ............................................................................................ HHHH - Hollywood Reporter HHHH - Chicago Sun-Times HHHH - Screen International HHHH - The Guardian l The Bleeder hefur hlotið afar góða dóma margra gagnrýnenda en fyrir utan að segja hina merkilegu sögu af Charles Wepner og ferli hans og baráttu er hún full af húmor. The Bleeder Sannsöguleg 98 mín Aðalhlutverk: Liev Schreiber, Naomi Watts, Elisabeth Moss, Ron Perlman og Michael Rapaport Leikstjórn: Philippe Falardeau Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík Frumsýnd 28. júlí Það er Liev Schreiber sem leikur boxarann Charles „Chuck“ Wepner í The Bleeder. Það er hugurinn sem gildir! Eftir að Rikki litli dettur úr hreiðrinu er hann svo heppinn að komast í fóstur hjá storkamömmu. En þegar hún og hinir stork- arnir fljúga til vetursetu í Afríku er Rikka vandi á höndum. Storkurinn Rikki er fjörugt, fyndið og afar vel teiknað ævintýri þar sem flestar persónurnar eru fuglar af öllum gerðum. Vandi Rikka felst í því að hann vill vera storkur þótt hann sé í raun bara þröstur og því sættir hann sig ekki við annað en að komast til Afríku þar sem storkafjölskylda hans er. Til að láta drauminn rætast fær Rikki aðstoð vina sinna, s.s. þeirra Olgu, Kíkí, Kládíusar og Áróru og hver veit nema hann eigi eftir að komast til Afríku að lokum ... Punktar ............................................................................................ l Storkurinn Rikki er að sjálfsögðu talsett á íslensku og á meðal þeirra sem ljá persónum sögunnar raddir sínar eru Gunnar Hrafn Kristjánsson, Lára Sveinsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Orri Huginn Ágústsson og Margrét Eir Hönnudóttir. Leikstjóri talsetningarinnar er Kristinn Sigurpáll Sturluson og það var Hákon Skjenstad sem þýddi á íslensku. Storkurinn Rikki Teiknimynd 85 mín Íslensk talsetning: Sjá texta Höfundar: Toby Genkel og Reza Memari Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Frumsýnd 28. júlí 16 Myndir mánaðarins