Lesum og lesum | Page 4

Alex Uni, Már, Örnólfur Smári og Máni unnu verkefni um bókina Rangstæður í Reykjavík • Sagan í stuttu máli Þessi saga fjallar um Jón Jónsson og félaga hans á ReyCup ásamt stelpum og strákum í 3. og 4.flokki frá öllu landinu og að meira að segja frá útlöndum! Þar er mikil stemning og strákarnir komast að því hversu erfitt er að vera táningur. Aðal persónan Jón er 13 ára gamall drengur sem æfir fótbolta með 4.flokki í Þrótti. Hann er með sterkan persónuleika. Og stendur fyrir sjálfum sér og vinum sínum ef einhver er með leiðindi við hann eða vini hans Auka persónur Það eru margar aukapersónur í þessari sögu. Ein þessara persóna er Alex (Alexander) hann æfir fótbolta með ÍA. Hann virkar góður í kringum fullorðið fólk en hann er ekki svo góður innan um vini sína en það kemur þegar það er lengra er gengið í söguna. Önnur persónan er Skúli, hann er af Asískum uppruna en er samt sem áður mjög góður vinur Jóns. Hann hjálpar honum í mörgum aðstæðum. Davíð er næsta persónan á listanum okkar en það er samt sem áður erfitt að ákveða hverjir koma næst á listanum okkar. Hann er samt líka góður vinur Jóns og er hann örugglega mesti töffarinn á mótinu,hann er oft að hlusta (að reyna við stelpurnar) og líka bara almennt. Hann er góður í fótbolta. Hann þorir að standa upp á móti leiðindagaurum. Næst er Ívar hann hefur verið mikið í seinustu sögunum. Hann hefur átt erfiða ævi vegna þess að móðir hans dó þegar hann ver mjög ungur og pabbi hans er eða var fyllibytta og beitti Ívar heimilisofbeldi. Ívar þurfti þess vegna að fara í fóstur. Umsögn Okkur fannst sagan vera mjög spennandi og fyndin. En fyrst og fremst var hún skemmtileg. Maður getur alveg eytt helling af tíma í bókinni. Gallar Það voru óþarfa atriði og þegar það koma mörk eru orðin alltof löng þegar hann Jón fagnar til dæmis jááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááááá.