2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 49

Stigahæsti hundafimihundur ársins

Á hverju ári heiðrar Íþróttadeild HRFÍ stigahæsta hundafimihund ársins . Árið 2015 hlaut ISCh RW-15 Vindsvala Skuld , Chihuahua heiðurinn þá 6 ára að aldri . Skuld er einn minnsti hundurinn sem keppir í hundafimi og sýnir það og sannar að margur er knár þó hann sé smár ! Halldóra Lind Guðlaugsdóttir er eigandi , ræktandi og þjálfari Skuldar og fengum við að leggja fyrir hana nokkrar spurningar .
ISCh RW-15 Vindsvala Skuld
Höfundur : Klara Símonardóttir
Úr hvaða ræktun kemur Skuld ? Hún er úr okkar ræktun , Vindsvala og var haldið eftir heima .
Valdir þú hana sjálf ? Já . Gotið í heild í góðum gæðum svo það var erfitt að velja . Við enduðum með að halda tveimur hvolpum úr gotinu .
Hvaða kynslóð er hún úr þinni ræktun og hafðir þú hugmynd um að þú gætir fengið svona gott eintak ? Hún er önnur kynslóð úr okkar ræktun . Foreldrarnir eru falleg eintök , heilbrigð með góða skapgerð og góða hunda á bakvið sig . Við vonuðumst auðvitað eftir góðum hvolpum , en gotið fór í raun fram úr okkar
væntingum . Fjórum af fimm hefur gengið vel á sýningum og allir eru frábærir heimilishundar . Það var svo stór auka bónus að Skuld sé að fíla sig svona vel í hundafiminni .
Sástu gæðin strax eða komu þau fram síðar ? Skuld heillaði mig alltaf en fór ekki að blómstra fyrr en seinna . Var svolítið gelgjuleg útlitslega upp að 2 ára aldri og var ekki með mikið sjálfstraust í sýningarhringnum sem dæmi . Þegar við bjuggum í Noregi hjálpaði hún mér í gegnum nám í hundaþjálfun og við æfðum stundum hundafimi í Frogner Parken í Oslo . Þegar við fluttum heim til Íslands var áhuginn meira farinn í vinnu með hundum frekar en hundasýningar svo við fórum að æfa hundafimi hér . Hundafimin hjálpaði mikið með að byggja upp öryggi og gleði í aðeins erfiðari aðstæðum . Við tókum svo smávegis rispu á hundasýningum eftir að hafa æft hundafimi og hún var mikið montnari með sig en áður og varð íslenskur sýningarmeistari . Það var í raun bara óvart að Skuld varð hundafimi hundur , en Chihuahua er yfirleitt ekki fyrsta val þegar fólk hugsar um að fá sér hundafimihund .
Hvað var það sem heillaði við hvolpinn / hundinn ? Skuld er yfirveguð og róleg tík en samt algjör gormur sem elskar að vinna sér inn fyrir matnum sínum , hrósi og klóri . Mér finnst auðvelt að taka hana með allt sem ég fer því hún er lítil og meðfærileg sem var stór kostur þegar við fluttum erlendis .
Hvernig er rútínan hjá ykkur í æfingum / hreyfingu ? Við förum í 30-60 mínútna göngutúr daglega , lausahlaup u . þ . b . þrisvar í viku . Við mætum svo sem oftast á æfingar á sunnudögum hjá henni Önnu í hundafiminni . Við Skuld erum samt sammála um það að vera bara heima í kúri þegar það er mjög vont veður . Skuld finnst best að þjálfa oft en stutt í einu , hún hefur ekki athygli mjög lengi svo við þurfum að skipuleggja okkur vel þegar við ætlum að þjálfa eitthvað nýtt . Það er svolítið ólíkt sheltie tíkinni minni sem virðist geta unnið endalaust .
Hefurðu notað hundinn í ræktun , hvernig hefur það komið út ? Já . Skuld átti eitt got úti í Noregi , þrjá rakka . Skuld átti auðvelt með að gjóta og var góð mamma . Þeir komu ágætlega út . Tveir voru efnilegir til sýninga en einn var " bara " gæludýr .
Einn þeirra hefur verið notaður til áframhaldandi ræktunnar í Noregi . Þeir fóru allir á heimili sem voru að leita sér að heimilishundi fyrst og fremst . Þeir hafa því aldrei verið þjálfaðir í neitt sérstakt eða tekið þátt í keppnum . En þeir eru að sögn eigenda mjög duglegir í útivist eins og sannir Norðmenn .
Hefur hundinum gengið vel áður í hundafimikeppnum ? Nei , 2015 er fyrsta árið sem við keppum í hundafimi . Í fyrstu keppninni sinni hljóp hún villulausa braut sem var frekar flott ! Við erum ekki hættar og vonum að það gangi áfram vel .
Hafa foreldrar hundsins skilað góðum árangri í hundafimi ? Nei , þau hafa ekki keppt í hundafimi en hefðu ábyggilega staðið sig vel ef þau hefðu fengið tækifæri til þess . Það á þá kannski sérstaklega við um pabbann sem er frá Small Is Beautiful ræktun í Svíþjóð en Skuld er mjög lík honum bæði í útliti og skapgerð .
Hver finnst þér stærsti kosturinn við hundinn ? Hvað við erum samtengdar , ég og hún . Svo finnst mér stór kostur að hún hefur sýnt það að chihuahua getur allt ef komið er fram við þá eins og aðra hunda .

Stigahæsti retriverhundur á veiðiprófum ársins

Á hverju ári heiðrar Retrieverdeild HRFÍ stigahæsta hund á veiðiprófum ársins . Heiðurinn árið 2015 hlaut ISFTCH Kolkuós Míla , 4 ára gömul . Míla er enginn nýgræðingur þegar kemur að veiðiprófum en hún varð árið 2014 yngsti hundur á landinu til þess að hljóta titilinn Íslenskur veiðimeistari aðeins 1.068 daga gömul og nappaði þar með titlinum af móður sinni Kolkuós Hörpu sem var 1.168 daga gömul þegar hún hlaut þennan sama titil . Við fengum af þessu tilefni að leggja nokkrar spurningar fyrir eiganda Mílu , Ævar Valgeirsson en hún hefur verið í eigu hans og fjölskyldu hans frá tveggja mánaða aldri .
Míla - ISFTCH Kolkuós Míla
Höfundur : Klara Símonardóttir
Frá hvaða ræktanda er Míla ? Míla er úr Kolkuós ræktun á Akranesi .
Valdir þú hvolpinn sjálfur ? Já ég valdi hann ásamt fjölskyldu minni . Valið var erfitt en að lokum ákváðum við að velja þá tík sem var sú eina sem hafði komist upp úr hvolpakassanum aftur og aftur . Með það í huga töldum við okkur vera að velja tík sem hafði mikinn vinnuvilja . Sigurmon ræktandi gotisins hafði sérstaklega merkt þessa tík því hann hafði áhuga á að fylgjast með henni í framtíðinni .
Hvernig tókst þér að sannfæra ræktandann um að selja þér hana ? Ég hafði áður keypt tík frá sama ræktanda og þekkjumst við vel .
Sástu gæðin strax eða komu þau fram síðar ? Nei , hvolparnir eru hver öðrum líkari og erfitt var að velja .
Hvað var það sem heillaði mest við hana ? Hún var lífleg og viljug .
Hvernig er rútínan hjá ykkur í veiði / hreyfingu ? Við Míla æfum 1-2x í viku með öðrum
hundum ásamt því að fara í göngutúra daglega . Við förum í gæsa- og rjúpnaveiði á haustin .
Hefurðu notað hundinn í ræktun ? Nei
Hver finnst þér stærsti kosturinn við Mílu ? Míla er frábær hundur til að vinna með í alla staði . Hún er róleg , yfirveguð og tekur skipunum auðveldlega .