2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 28

Heimatilbúin hundabæli – endalausir möguleikar! Höfundur: Svava Björk Ásgeirsdóttir Hundabæli, hundarúm, mottur, búr, sófar.....Það er hægt að fara ýmsar leiðir í vali á svefnaðstöðu fyrir hundana. Algengasta leiðin er mögulega að fara í næstu gæludýraverslun og fjárfesta í bæli,hundarúmi, búri eða góðri mottu/dýnu fyrir hundinn. Hvernig væri að bretta upp ermarnar og nota hugmyndaflugið? Það þarf nefnilega ekki að vera svo flókið að búa til heimatilbúið bæli. Á internetinu eru nánast endalausir möguleikar og eitthvað fyrir alla hunda, stóra sem smáa. Hér má sjá nokkrar hugmyndir sem við fundum á samfélagsmiðlinum Pinterest, www.pinterest.com. Í stuttu máli má segja að Pinterest sé myndræn skipulagstafla þar sem þú getur safnað saman myndum sem þér þykja áhugaverðar, t.d. flott hundabæli, uppskriftir, hönnun eða hvað sem er. Við hvetjum ykkur til að kíkja þangað og slá inn leitarorðinu „dog bed diy“ . Gangi ykkur vel og góða skemmtun! 28 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016